King kominn heim

Travis King er kominn heim.
Travis King er kominn heim. AFP/Anthony Wallace

Bandaríski hermaðurinn Travis King er kominn heim til Bandaríkjanna. King hafði verið í haldi í Norður-Kóreu síðan í júlí, eftir að hann hljóp yfir landamærin frá Suður-Kóreu.

Losnaði hann úr haldi Norður-Kóreumanna í gær og var þá kominn til Kína. Nú er hann komin heim til Texas-ríkis í Bandaríkjunum.

Ekki er enn vitað af hverju King ákvað að hlaupa yfir landamærin til Norður-Kóreu, en stjórnvöld þar í landi sögðu hann hafa flúið vegna ómannúðlegrar meðferðar í bandaríska hernum og vegna kynþáttafordóma innan hersins. 

CNN hefur eftir tveimur heimildarmönnum að King verði fluttur á Brooke-herspítalann í San Antonio þar sem hann muni fá að aðlagast aðstæðum eftir að hafa verið í haldi. 

mbl.is