Dianne Feinstein látin

Dianne Feinstein á fundi öldungadeildarinnar í maí.
Dianne Feinstein á fundi öldungadeildarinnar í maí. AFP

Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi fyrir Kaliforníu, er látin.

Þetta hefur dagblaðið New York Times eftir skyldmenni Feinstein og kveður hana hafa látist í nótt.

Feinstein, sem var níræð, hafði síðustu ár verið heilsuveil og átt við minnisvandamál að stríða, sem gerðu henni illfært að gegna þingmennsku sinni án aðstoðar.

Var hún ítrekað hvött til að stíga niður úr embætti sínu en því hafnaði hún staðfast.

Andlát þingmannsins og afleiðingar þess fyrir stjórnmálin vestanhafs eru nú í brennidepli bandarískra fjölmiðla. Fylgjast má með beinu streymi fréttastofu ABC hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert