Minnst 260 sagðir drepnir á tónlistarhátíðinni

Árásin var gerð samhliða flugskeytarárás Hamas-liða.
Árásin var gerð samhliða flugskeytarárás Hamas-liða. AFP/Jack Guez

260 manneskjur, mest ungmenni, féllu í valinn á danstónlistarhátíð sem þær sóttu í suðurhluta Ísrael þegar Hamas-liðar sóttu inn í landið.

Sjónarvottar segja að vígamenn frá Hamas-samtökunum hafi látið byssukúlum rigna yfir gesti hátíðarinnar og leitað fólk uppi til að myrða það á nærliggjandi engi.

Sagt er að um 50 Hamas-liðar hafi tekið rafmagn af áður en skothríðin hófst. Fólk reyndi að flýja hingað og þangað í viðleitni sinni til að halda lífi. Þá fór stór hópur inn í bíla sína og reyndi að komast í burtu á ökutækjum sínum. Á veginum mættu þeim hins vegar menn með byssur og myrtu nær alla sem komu akandi.

Eftir að hafa lokið sér af nærri tónlistarhátíðinni fóru Hamas-liðar inn í nærliggjandi þorp og bæi þar sem fjöldi manns var fangaður. Er þeim svo haldið sem gjaldmiðli í væntanlegum samningaviðræðum.

Óhugnanlegt myndband sem breska blaðið Daily Mail birti birti í morgun sýnir gesti á hátíðinni liggja í felum á meðan skothvellir heyrast í bakgrunni.

Uppfært: Samkvæmt uppfærðum tölum eru nú 250 sagðir hafa látist á tónlistarhátíðinni. 

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert