Spennuþrungin réttarhöld Trumps

Trump ber vitni í réttarhöldunum gegn sér í dag.
Trump ber vitni í réttarhöldunum gegn sér í dag. AFP/Eduardo Munoz Alvarez

Andrúmsloftið virðist spennuþrungið yfir réttarhöldunum sem standa nú yfir gegn Donald Trump og sonum hans í New York.

Þar eru feðgar sakaðir um að blásið út virði eigna sinna sem nemur millj­örðum banda­ríkja­dala, í þeim til­gangi að knýja fram betri kjör á lán­um og trygg­ing­um. Í síðustu viku sátu synir Trumps fyrir svörum.

Skella skuldinni á starfsmenn

Hingað til hefur lögmannateymi Trumps skellt skuldinni á endurskoðendur og aðra starfsmenn Trumps. 

Trump hefur einnig fullyrti að ýmsar eignir sínar séu verðmætari, en komið hefur fram, þó féllst hann á það að virði hallarinnar sinnar Seven Springs hafi verið ofmetið. Þá vildi hann meina að hann hefði bent endurskoðendum á ofmatið.

Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trumps, sagði fyrr í dag að hann hefði „búið til einhverjar tölur sem Trump sagði okkur að gera“.

Átök milli dómarans og Trumps

Dómarinn Arthur Engoron, hefur nú margsinnis reynt að hafa hömlur á Trump og bað meðal annars lögmann Trumps um að „hafa stjórn á skjólstæðingnum sínum“ enn fremur sagði dómarinn að þetta væri ekki „pólitískur fjöldafundur“.

Trump sagði fyrr í dag: „Ég veit að dómarinn mun dæma mér í óhag, hann dæmir mér alltaf í óhag.“

Þessu svaraði dómarinn og sagði: „Þú mátt ráðast á mig eins og þér sýnist, en svaraðu spurningunum“.

Trump skýtur á saksóknarann

Letitia James, saksóknari í máli Trumps varð einnig í skotlínu hans þegar hún spurði hann út í taprekstur eignar sinnar á 40 Wall Street. Trump sagði að til þess að græða peninga þarf maður að eyða þeim og að hún „hefði enga hugmynd um virði eignarinnar“ og að hún „vissi ekki einu sinni hvað 40 Wall Street væri“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka