Ekki gert ráð fyrir frárennsliskerfum

Yfirgefnar bifreiðar í Dúbaí í dag.
Yfirgefnar bifreiðar í Dúbaí í dag. AFP/Giuseppe Cacace

Illa hefur gengið að veita regnvatni úr borginni Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) eftir gríðarlega úrkomu í landinu síðustu daga.

Karim Elgendy, aðstoðarforstjóri hjá verkfræðistofunni Buro Happold, segir að frárennsliskerfi í borginni ráði illa við miklar rigningar. Víða hafi ekki verið gert ráð fyrir slíku kerfi í skipulagi borgarinnar.

Þess í stað er notast við tankbíla við að dæla vatni í tanka bifreiðanna, sem er svo ekið í burtu og losað fyrir utan borgina.

Úrkom­an sem féll á þriðju­dag í SAF er sú mesta í skráðri sögu lands­ins. Um 259,5 mm féllu þar sem veðurfarið er alla jafna sól­ríkt og þurrt. Fjórir létu lífið í flóðinu. 

Flóð í Dúbaí.
Flóð í Dúbaí. AFP/Giuseppe Cacace

Áfram raskanir á flugi

Margir vegir í kringum Dúbaí eru enn ófærir eftir flóðin.

Þetta hefur gert það að verkum að margt fólk hefur ekki komist til vinnu sinnar og ekki hefur tekist að fylla á vörur í mörgum matvöruverslunum.

Hefur það meðal annars orðið til þess að verulegur skortur er á starfsfólk á alþjóðaflugvellinum í Dúbaí. Flugi hefur verið aflýst og seinkað og er áætlað að það verði áfram raunin um helgina.

AFP/Giuseppe Cacace
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert