Kosið um sameiningu í Árnessýslu á morgun

Skeiðamenn og Gnúpverjar ganga að kjörborðinu á morgun til að kjósa um sameiningu þessara tveggja hreppa. Kjörfundur hefst kl. 10 og lýkur kl. 21. Íbúar Skeiðahrepps kjósa í Brautarholti og íbúar Gnúpverjahrepps í Árnesi. Íbúar sveitarfélaganna voru samtals 535 í árslok 2000, 250 í Skeiðahreppi og 285 í Gnúpverjahreppi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert