Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir

Skrifað undir Eva Joly og Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra.
Skrifað undir Eva Joly og Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Ómar

Jón Þórisson, arkitekt og tengiliður Evu Joly á Íslandi, fær greiddar um 480 þúsund krónur í verktakagreiðslur næstu tólf mánuði vegna starfa fyrir hana. Auk þess mun hann fá 1,3 milljónir króna til að koma upp og reka skrifstofu í hennar nafni. Að sögn Jóns munu heildargreiðslur vegna starfa hans nema um 6,7 milljónum króna á tímabilinu.

Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er áætlað að heildargjöld vegna verkefna á vegum Evu Joly geti kostað um 67 milljónir króna á ársgrundvelli. Innifalið í þeirri upphæð eru laun hennar (um 1,3 milljónir króna á mánuði), greiðslur til sérfræðinga sem hún og sérstakur saksóknari koma sér saman um að geti gagnast við rannsókn á bankahruninu og greiðslur til Jóns sem tengiliðs Joly. Samningur Joly gerir ráð fyrir því að hún starfi við rannsóknina fjóra daga í mánuði.

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins um málið kemur fram að Jón muni meðal annars „þýða nauðsynleg skjöl og afla trúnaðarupplýsinga hérlendis sem hann mun koma á framfæri við Evu Joly“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert