Dæmdur fyrir áfengisauglýsingar

Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri Mannlífs.
Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri Mannlífs. mbl.is/Árni Sæberg

Reynir Traustason, ritstjóri DV og fyrrverandi ritstjóri Mannlífs, var dæmdur til greiðslu sektar í Hæstarétti í dag, fyrir að birta áfengisauglýsingar í Mannlífi í júlí árið 2006. Hæstiréttur staðfestir þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.

Reynir krafðist sýknu í málinu og byggði á því að ekki hafi verið um auglýsingar að ræða, heldur umfjallanir um áfengi. Talið var um hafi verið að ræða tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar hafi verið áfengistegundir. Það væri brot á áfengislögum.

Höfundur efnisins í Mannlífi var ekki nafngreindur og var Reynir því talinn bera refsiábyrgð sem ritstjóri samkvæmt prentlögum. Ekki var fallist á að bann við áfengisauglýsingum  væri andstætt tjáningarfrelsisákvæði eða jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eða mannréttindasáttmála Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina