Jarðhræringar við Grímsvötn

Jarðhræringar hafa verið við Hamarinn, rétt við Grímsvötn í Vatnajökli í kvöld. Öflugasti skjálftinn mældist 3,5 stig laust eftir klukkan 21 ef marka má sjálfvirkan skjálftalista á vef Veðurstofunnar. Síðan hafa orðið nokkrir skjálftar um 2 stig.

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í fyrirlestri á vegum vísindakaffis Rannís í vikunni, að líklegt væri að næsta eldgos hér á landi yrði  í Grímsvötnum og það fljótlega, að því er kemur fram á vefnum student.is. 

mbl.is

Bloggað um fréttina