Vel haldið á Icesave-máli

Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir.
Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Eggert

Jóhanna Sigurðardóttir sagðist á Alþingi í dag vera sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, um að vel hefði verið haldið á Icesave-málinu að undanförnu hjá Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra.  Hins vegar væru fordæmi fyrir því að utanríkisráðherra fari með mál fyrir EFTA-dómstólnum.

Sigmundur Davíð sagðist vilja hrósa Jóhönnu fyrir afdráttarlaus og skýr viðbrögð í gær við áformum Eftirlitsstofnunar EFTA um að senda Icesave-málið til EFTA-dómstólsins. Spurði hann Jóhönnu hvort hún væri ekki sammála um að vel hefði verið unnið að málinu í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu að undanförnu og hvort ekki væri æskilegt að málið verði áfram á forræði þess ráðuneytis eftir að það fer fyrir dómstólinn.

Jóhanna sagði að Árni Páll hefði staðið sig með stakri prýði. En stjórnvöld væru nú að skoða hvar forsvar þessa máls ætti að vera þegar það kemur fyrir EFTA-dómstólinn og í þeim 10-12 tilvikum þegar málum varðandi Ísland hefur verið vísað til dómstólsins frá árinu 1994 hafi utanríkisráðherra verið falið forsvarið. „Ég geri ráð fyrir að við munum hafa málið í svipuðum farvegi en ég undirstrika að það á eftir að ræða þetta,“ sagði Jóhanna.

Hún sagði að hvar sem forsvarið verður muni fjórir ráðherrar koma að málinu: forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra. Undirbúningur sé að hefjast í dag og farið verði yfir málið með sérfræðingum. Þá verði haft samráð við stjórnarandstöðu og utanríkismálanefnd Alþingis um framganginn allan tímann „því við þurfum sannarlega á því að halda að sýna góða samstöðu í þessu máli“.

Óhönduglegt

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist einnig vilja hrósa Jóhönnu fyrir skýr orð um að sýna verði samstöðu í málsvörn þjóðarinnar í Icesave-málinu. Þá yrði að segja það Árna Páli Árnasyni til hróss, að eftir að niðurstaða síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave lá fyrir hefði Árni Páll ekki aðeins virkjað ólíka stjórnmálaflokka heldur einnig þá aðila, sem voru mjög andvígir Icesave-samkomulaginu á sínum tíma, „og er það vel,“ sagði hún.

Þorgerður Katrín spurði hvers vegna Jóhanna gæti ekki kveðið skýrt upp úr um að Árni Páll hefði forræði á málinu. „Af fenginni reynslu sjáum við að aðrir ráðherrar hafa ekki farið hönduglega með forræði Icesave-málsins. Við treystum því að þau vinnubrögð, sem efnahags- og viðskiptaráðherra hefur sýnt, verði viðhöfð,“ sagði Þorgerður.

Jóhanna sagðist vera ósammála um að aðrir ráðherrar hefðu höndlað Icesave-málið óhönduglega. Þannig hefði fjármálaráðherra staðið sig einstaklega vel í málinu og lagt sig mjög fram um það að hafa hagsmuni Íslands í fyrirrúmi.

Þorgerður Katrín spurði einnig hvort ekki væri ljóst, að fyrirhuguð uppstokkun í ríkisstjórninni myndi veikja stöðu Íslands í Icesave-málinu ef Árni Páll myndi víkja úr stjórninni. Jóhanna sagðist ekki myndi gefa svör úr ræðustóli Alþingis um hugsanlega uppstokkun í ríkistjórninni.

mbl.is

Innlent »

Beið í fimm ár eftir ákæru

12:20 Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta hjá Glitni, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Hann segist telja að viðskipti bankans með eigin bréf hafi verið í hagnaðarskyni. Það hafi verið honum persónulega þungbært hversu lengi málið hefur dregist. Meira »

16 ára reyndi að villa um fyrir lögreglu

11:53 Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrrinótt reyndist ekki vera nema sextán ára gamall og því ökuréttindalaus. Stráksi reyndi fyrst að villa um fyrir lögreglu með því að veita rangar upplýsingar um sig, en bílinn sem hann ók hafði hann jafnframt tekið ófrjálsri hendi. Meira »

„Ég var aldrei að fela neitt“

11:41 Jónas Guðmundsson, sem ákærður er fyrir markaðsmisnotkun segir að hann hafi verið starfsmaður á plani hjá Glitni og sem slíkur ekki haft verulega fjárhagslega hagsmuni af þeirri meintu markaðsmisnotkun sem ákært er fyrir. Meira »

Endaði bílferðina inni í garði

11:36 Bíll valt í Keflavík í gærkvöld þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku og lenti á steinsteypustöpli girðingar með þeim afleiðingum að bíllinn valt á hliðina. Áður hafði önnur bifreið hafnað inni í garði í Njarðvík og þurfti dráttarbíl til að fjarlægja bílinn úr garðinum. Meira »

Boðið að búa með öldruðum

10:52 Háskólanemum stendur nú til boða að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem snýst um að leigja íbúð í þjónustukjarna fyrir aldraða sem staðsettur er miðsvæðis í Reykjavík en birt hefur verið auglýsing þess efnis. Meira »

Sigríður fer fram á Seltjarnarnesi

10:44 Sigríður Sigmarsdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, gefur kost á sér í 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri þann 20. janúar næstkomandi. Meira »

UMFÍ kannar umfang ofbeldis

10:09 Rúmlega 300 stjórnendur sambandsaðila og aðildarfélaga Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) fengu í gær sendan ítarlegan lista með spurningum um ýmis mál sem varða möguleg kynferðisbrot, ofbeldisverk og kynbundna áreitni innan félaganna og úrlausn slíkra mála. Meira »

Íbúar sjóði vatnið í Norðfirði

10:44 Fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum neysluvatnsreglugerðar í neysluvatni Norðfirðinga.  Meira »

Heilsuspillandi lakkrís er víða

09:45 „Það er áhyggjuefni að lakkrís er kominn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakkrís í sósuna út á lambakjötið, lakkrís í eftirréttinn eða lakkrís í bjórnum sem er drukkinn með matnum,“ segir prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Meira »

Ekkert að hugsa um að hætta

09:14 Ég er ekkert að hugsa um að hætta, sagði Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, i morgunþætti K-100 í dag og kveðst ekki hafa hug á að setjast í helgan stein á næstunni. „Ég er sjötugur eins og fram hefur komið. Mogginn, hann er 105 ára og ekki hætti hann þegar hann varð sjötugur.“ Meira »

Mál Glitnismanna til aðalmeðferðar

08:59 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákært er fyrir meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik fyrir hrun bankans í október árið 2008. Meira »

Tímamót í endurnýtingu úrgangs

08:35 Fyrirtæki sem sem nota endurnýttan úrgang til framleiðslu geta nú flokkað afurðirnar sem vöru í stað úrgangs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun. Þar segir að stofnunin hafi í desember sl. gefið út fyrsta ráðgefandi álit sitt um endurnýtingu úrgangs. Meira »

Ástand vega á Austurlandi ógnar öryggi

08:18 „Þetta er bara fyrir neðan allar hellur. Það fyllast öll dekk hjá okkur og hefur áhrif á alla akstureiginleika bílanna,“ segir Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Aldrei fleiri útlendingar í vinnu

07:57 Alls voru 24.340 útlendingar á vinnumarkaði hér á landi í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim umtalsvert frá árinu 2016 en þá voru þeir 20.605. Pólverjar eru sem fyrr fjölmennastir útlendinga á vinnumarkaði hér, alls 10.766 í fyrra. Meira »

Lokað um Súðavíkurhlíð

07:34 Vegurinn um Súðavíkurhlíð er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en á Vestfjörðum er snjóþekja eða þæfingsfærð en unnið að hreinsun. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði. Meira »

Ekki bara Afríka

07:59 Þrátt fyrir að flest verkefni mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra séu í Afríku þá sinna samtökin verkefnum í Evrópu. Meðal annars í Svíþjóð, Grikklandi og víðar. Þar eru það verkefni tengd flóttafólki og andlegri líðan þess sem eru efst á baugi. Meira »

Auka þarf löggæsluna í Leifsstöð

07:37 Löggæslumönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur ekki fjölgað samhliða fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll þó að þörf sé talin á því. Meira »

„Ég er fædd á vitlausum áratug“

06:30 Salka Sól stígur á svið næstkomandi föstudag sem Janis Joplin. Hún segir að um leið og hún hafa uppgötvað Janis þá hafi henni liðið líkt og hún hafi fæðst á vitlausum áratug. Síðan þá hefur Salka verið undir miklum áhrif frá Janis og hennar söngstíl og túlkun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...