Ólík tímaskeið mætast

Hreppslaug er í Andakílnum og er fjölsótt meðal annars af …
Hreppslaug er í Andakílnum og er fjölsótt meðal annars af ferðafólki.

Forsætisráðherra hefur að tillögu Minjastofnunar Íslands friðlýst Hreppslaug í Borgarfirði og Múlakot í Fljótshlíð. Á báðum stöðum eru mannvirki sem talin eru hafa menningarsögulegt gildi og byggist friðlýsingin á því.

Hreppslaug er steinsteypt, byggð laust fyrir 1930 af Ungmennafélaginu Íslendingi og er í Andakílnum. Var um árabil helsta útisundlaug héraðsins og mikið notuð. Að mati Minjastofnunar hefur Hreppslaug gildi frá sjónarhóli byggingarlistar og auk þess sem hún sé vitnisburður um íþrótta- og menningarlíf almennt.

Friðlýsingin í Múlakoti tekur til staðarins í heild það er gamals íbúðarhúss og annarra staðarbygginga, svo sem útihúsa, skrúðgarðs og lystihúss þar. Bæjarhúsin voru reist í áföngum 1898 til 1946 á rústum torfbæjar. Þar mætast því ólík tímaskeið í byggingu sem vitnar um samfellda búsetusögu margra kynslóða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert