Ferðaviðvaranir í til Íslands

Úr yfirlitsflugi yfir Mýrdalsjökul fyrir nokkrum dögum.
Úr yfirlitsflugi yfir Mýrdalsjökul fyrir nokkrum dögum. Ljósmynd/Reynir Ragnarsson

Eftir gosið í Eyjafjallajökli eru erlendir fjölmiðlar vakandi yfir hverjum þeim tíðindum sem berast af skjálftavirkni frá Íslandi og getgátum um hugsanlegt gos eða ekki gos. Þannig hefur skjálftavirknin í Kötlu undanfarið og umræður um að Katla sé ef til vill komin á tíma ratað í fréttir ytra og sumir fjölmiðlar færa hressilega í stílinn. Í einum stærsta fjölmiðli Danmerkur, Express, birtist flennistórum stöfum á vefsíðu blaðsins í gær; „FERÐAVIÐVÖRUN: Íslenska eldfjallið Katla á barmi þess að gjósa vekur upp áhyggjur af flugsamgöngum.“ Í fréttinni er sjónum einkum beint að Bretum sem þurfi að gjalda fyrir það ef ótti vísindamanna reynist réttur; Að Katla, nefnd eftir illu trölli, sé að fara að gjósa. 

Í gærdag birti Daily Mail sams konar fyrirsögn, líka í hástöfum: „ÖSKUSKÝ – VIÐVÖRUN. Milljóna breskra ferðamanna bíður ferðaöngþveiti eftir viðvaranir um að íslenskt eldfjall sé að fara að gjósa.“ Svipuð frétt birtist á Sun og gula pressan tekur dýpst í árina og segir fólki hreinlega að hætta að ferðast til Íslands.

Aðrir fjölmiðlar, um allan heim, flytja líka fréttir um hugsanlegt Kötlugos þótt ferðaviðvaranir fylgi ekki og umfjöllunin sé hófstilltari. Engu að síður bregður þeim línum oft fyrir að líklegt sé að gos verði og viðbúnaðarstig sé. 

En hvaða áhrif hefur þessi fréttaflutningur og er eitthvað hægt að gera þegar villandi fyrirsagnir og jafnvel ferðaviðvaranir birtast? Setur Íslandsstofa sig til dæmis í samband við einstaka fjölmiðla ef fyrirsagnirnar eru villandi?
„Við höfum ekki gert það hingað til. Það þarf að skoða það vel hvort það borgi sig að senda eitthvað að fyrra bragði því það getur líka vakið meiri umfjöllun. Þar sem skjálftavirkninni hefur verið að ljúka ákváðum við að senda enga yfirlýsingu að fyrra bragði eins og stendur en við fylgjumst samt vel með umfjölluninni og ef hún fer á flug grípum við til aðgerða,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.

Sigríður Dögg segir allt öðruvísi umhorfs á Íslandi en þegar Eyjafjallajökull gaus, bæði hvað varðar ferðamannaiðnaðinn og þekkinguna til að bregðast við umfjöllun um Ísland. 

„Það krísuástand sem skapaðist þá þjappaði okkur í ferðaþjónustunni betur saman og gerði það að verkum að við erum mun betur búin undir óvæntar aðstæður eins og eldgos. Við erum með aðgerðaáætlun og það yrði allt annað ástand.
Innviðir greinarinnar eru líka allt aðrir nú en þá, þar sem við erum með svo miklu fleiri ferðamenn og sterkari grein. Það yrði ekkert fát því við höfum lært af reynslunni.“

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út um helgina. 

Bloggað um fréttina

Innlent »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­mín, kókaín og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,” seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Landspítalann aldrei jafn öflugur og nú

19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Sýning fellur niður

17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Látinn laus í Malaga

14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Pólitískt val að halda fólki í fátækt

13:43 Málefni öryrkja eru sífellt í brennidepli. Enginn óskar sér að lenda í þeirri stöðu, eins og formaður Öryrkjabandalagsins orðar það, og algjörlega óviðunandi að ákveðinn hópur Íslendinga hafi ekki efni á að lifa mannsæmandi lífi. Meira »

Þarf að greiða alla skuldina

12:46 Hæstiréttur sneri í vikunni við úrskurði héraðsdóms um að lækka skuld fyrrverandi starfsmanns eiginfjárfestinga Landsbankans sem hlaut níu mánaða dóm í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans í febrúar árið 2016. Var manninum gert að greiða 22,6 milljónir í málsvarnarlaun og málskostnað. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Leitar sátta í stjórnarskrármálum

13:18 Fjármálastefna ríkisins verður fyrsta málið sem lagt verður fram á þingi eftir jólafrí. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Þing kemur saman á ný eftir jólafrí á mánudaginn og mun veturinn, að sögn Katrínar, einkennast af því að lagt verði af stað í ýmis stór verkefni til framtíðar, auk þess sem fjármál ríkisins verða fyrirferðarmikil á fyrstu vikum ársins. Meira »

Borgarlínan „skynsamlegasta lausnin“

12:18 Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir að þó að borgarlínan sé ekki lausn við öllu í tengslum við samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sé hún „algjörlega hluti af lausninni“. Segir hún að sjálfkeyrandi bílar breyti þar engu um, enda þurfi þeir líka rými á vegunum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...