Sama verð og heima

Reikigjöld vegna farsímanotkunar hafa farið ört lækkandi að undanförnu í …
Reikigjöld vegna farsímanotkunar hafa farið ört lækkandi að undanförnu í Evrópu og falla svo niður í löndum ESB og EES 15. júní. mbl.is/Ómar Óskarsson

Reikigjöld farsímanotenda í löndum Evrópusambandsins (ESB) og innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) leggjast af um miðjan júní.

„Þá getur venjulegur notandi í venjulegri notkun farið um innan svæðisins án þess að borga hærra verð fyrir farnetsnotkun, þ.m.t. fyrir síma og gagnaflutning miðað við þá áskriftarpakka sem hann er með heima hjá sér,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.

„Þetta eru frábær tíðindi fyrir neytendur, því frá miðju ári greiða þeir sama verð innan Evrópusambandsins og hér heima á ferðalagi sínu,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans í umfjöllun um breytingar þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »