Borgarfulltrúar af fjöllum

Ferðamenn á útsýnispalli Perlunnar.
Ferðamenn á útsýnispalli Perlunnar. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins, segir bæði borgarstjóra og framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar hafa vitað að til stæði að taka gjald fyrir aðgang að útsýnispalli Perlunnar.

„Allt þetta ferli er unnið í sátt og samlyndi við Reykjavíkurborg,“ segir hún og bætir við að pallurinn sé í viðauka við leigusamninginn skilgreindur sem sýningarsvæði og því sé ljóst að alltaf hafi staðið til að rukka inn á hann.

Morgunblaðið hafði samband við borgarfulltrúa þriggja flokka og sögðust þeir allir hafa heyrt fyrst af fyrirhugaðri gjaldtöku í fjölmiðlum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert