Mosfellsheiðinni lokað

Hér má sjá bíla í byl á Mosfellsheiðinni á vefmyndavél …
Hér má sjá bíla í byl á Mosfellsheiðinni á vefmyndavél Vegagerðarinnar klukkan 15.05 í dag. Skjáskot/Vegagerd.is

Búið er að loka Mosfellsheiði en þar er ekkert ferðaveður. Búið er að kalla út björgunarsveitir til að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vandræðum vegna skafrennings og ófærðar, segir í frétt á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Í frétt Vegagerðarinnar segir að á heiðinni sé blint og að þar sé umferðaröngþveiti.

Klukkan 15 í dag mældist 20 m/s meðalvindur á Mosfellsheiði og 27 m/s í hviðum.

Varað hefur verið við slæmu ferðaveðri í dag á Vestfjörðum, Vesturlandi og vestan til á Norðurlandi og nú síðdegis á höfuðborgarsvæðinu. 

Í viðvörunarorðum veðurfræðings Veðurstofunnar í morgun sagði m.a.: Hvöss norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. 

Þá varar veðurfræðingur Vegagerðarinnar við því að á Suðurnesjum og við innanverðan Faxaflóa verði hvasst um tíma síðdegis með snjókomu eða éljum og skafrenningi. Á  Hellisheiði verða 15-20 m/s á milli klukkan 15 og 18 og mjög blint um tíma. 

Á vef Veðurstofunnar segir um veðrið á höfuðborgarsvæðinu: Norðan- og síðar norðvestanátt, 13-18 m/s og snjókoma um tíma síðdegis. Lægir í kvöld og nótt, vestan og suðvestan 3-8 og úrkomulítið á morgun. Frost 0 til 5 stig.

Veðurvefur mbl.is.

Veginum um Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs.
Veginum um Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert