Koma ekki til Íslands vegna hótana

Hótanirnar voru settar fram í sameiginlegum Facebook-hópi íslenskra og danskra …
Hótanirnar voru settar fram í sameiginlegum Facebook-hópi íslenskra og danskra nemenda. AFP

Dönskum unglingum var ráðlagt af lögreglu að hætta við Íslandsför nú í apríl eftir að íslenskir jafnaldrar þeirra höfðu haft í frammi hótanir. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar er haft eftir skólastjóra Ingunnarskóla að unnið hafi verið með þeim drengjum sem báru ábyrgð á hótununum. Samskiptin eru sögð hafa farið yfir strikið.

Í frétt Fréttablaðsins segir að foreldrum grunnskólabarna í heimabæ barnanna, Skive, hafi af lögreglu verið ráðið frá því að senda þau til Íslands í apríl eins og til hefði staðið þar sem börnin hefðu fengið hótanir í skilaboðum frá íslenskum nemendum á Facebook.

Fram kemur að íslenski hópurinn hafi farið út til þess danska í nóvember og í vor stóð til að Danirnir myndu endurgjalda heimsóknina. Haft er eftir skólastjóra Ingunnarskóla að þeir sem höfðu uppi hótanirnar hafi ekki verið í hópnum sem fór utan.

Ítarleg frétt Fréttablaðsins í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert