Ökumaður á hraðferð sviptur á staðnum

mbl.is/Þórður

Lögreglan á Suðurlandi svipti um helgina erlendan ferðamann ökurétti á staðnum, en maðurinn mældist aka á 155 km hraða á þjóðvegi 1 við Hóla í Hornafirði þar sem hámarkshraði er 90 km. 

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að atvikið hafi átt sér stað á laugardag. 

Ökumaðurinn reyndist erlendur ferðamaður frá Hong Kong og greiddi maðurinn sektina á staðnum og annar tók við akstrinum.  

Lögreglan segir að krap hafi verið milli hjólfara á veginum þar sem þetta var og hættan af þessu aksturslagi augljós.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert