Hóstaköst í hryllingsbúðinni

Vari er hafður á vegna veiru sem herjar á öndunarfæri.
Vari er hafður á vegna veiru sem herjar á öndunarfæri. mbl.is/Sigurður Bogi

Uggur er í fólki norðanlands því hugsanlegt er að þar malli nú kíghóstasmit. Á Sauðárkróki ber það til tíðinda að leikfélag bæjarins frestaði um síðustu helgi frumsýningu á uppfærslu sinni á Litlu hryllingsbúðinni þar sem leikkona í hópnum var með þurran hósta og hita.

Slíkt er í öllu falli einhvers konar veirusýking og því var skimað fyrir, meðal leikara og annarra sem að uppsetningu verksins koma, hvort þeir væru með kíghósta. Birtingarmynd slíks er jafnan slæm hóstaköst, sem eiga rót sína í eiturbakteríunni Bordetella pertussis.

Niðurstaða úr skimun fyrir smiti meðal leikaranna á Sauðárkróki liggur enn ekki fyrir, en þegar svör þar eru fengin verður Litla hryllingsbúðin frumsýnd.

Þá hefur kíghósti greinst í barni sem er nemandi í Brekkuskóla á Akureyri, skv. því sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands greinir frá. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert