Björguðu konu sem fór í hjartastopp

Atvikið átti sér stað í verslun 10-11 við Hlemm.
Atvikið átti sér stað í verslun 10-11 við Hlemm. mbl.is/Hjörtur

Erlendur ferðamaður, kona á sextugsaldri, fór í hjartastopp í verslun 10-11 við Hlemm aðfaranótt fimmtudags. Snör handtök starfsmanna búðarinnar urðu þess valdandi að konan var að koma til meðvitundar þegar sjúkraflutningamenn komu á svæðið.

„Það voru vel þjálfaðir öryggisverðir sem brugðust hárrétt við í krefjandi aðstæðum en það var töluvert af fólki í versluninni þegar þetta gerðist,“ segir Friðrik Sverrisson, framkvæmdastjóri 115 security, í samtali við mbl.is. Öryggisverðir á vegum fyrirtækisins sjá um verslanir 10-11 um kvöld og nætur.

Verslunin er efst á Laugavegi, rétt við Hlemm.
Verslunin er efst á Laugavegi, rétt við Hlemm. mbl.is/Árni Sæberg

Friðrik segir að konan hafi líklega verið ferðamaður en margir ferðamenn leggja leið sína í verslunina við Hlemm. 

„Starfsmenn mínir hringdu í sjúkrabíl eftir að hún fór í hjartastopp og hnoða hana í gang meðan beðið er eftir bílnum. Þeir náðu að bjarga lífi hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert