Ísland er í fararbroddi gegn lifrarbólgu C

Sigurður Ólafsson læknir kynnti átakið þegar það hófst.
Sigurður Ólafsson læknir kynnti átakið þegar það hófst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland er í hópi sex Evrópulanda sem eru á áætlun varðandi baráttuna gegn lifrarbólgu C, að sögn AFP-fréttastofunnar. Þetta kom fram á alþjóðlegu lifrarþingi sem haldið var í París í síðustu viku.

Markmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um að útrýma lifrarbólgu, sem orsakast af veiru, sem mikilsháttar heilbrigðisvá árið 2030 voru samþykkt fyrir tveimur árum. Stefnt er að því að fækka nýsmiti um 90% og dauðsföllum vegna sjúkdómsins um 65%.

Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti niðurstöður íslenska meðferðarátaksins gegn lifrarbólgu C á þinginu í París. Á fyrstu fimmtán mánuðum meðferðarátaksins höfðu 518 sjúklingar byrjað lyfjameðferð á Landspítalanum, Vogi og í fangelsi. Þar af höfðu 473 lokið henni. Af þeim sem luku meðferð fengu 94% lækningu. Að þeim meðtöldum sem ekki luku meðferð læknuðust 90%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert