Þegar við fórum í fríið

Farþegar með Arnarflugi koma úr vélinni á Spáni.
Farþegar með Arnarflugi koma úr vélinni á Spáni. Ólafur K. Magnússon

Sumarfrí Íslendinga hefur lengst og breyst í gegnum áratugina, með nýjum áfangastöðum, nýjum græjum í fríið og mismunandi hugmyndum hverju sinni um hvað raunverulegt frí sé. Sunnudagsblað Morgunblaðsins tók léttan snúning á sumarfríi landsmanna gegnum tíðina.

Það tók „ekki nema“ 9 daga sjóferð að skreppa til Kaupmannahafnar á 4. áratugnum og var ferðin þó kölluð hraðferð. Innanlandsferðir voru það sem fyrstu sumarfríin snerust um, bæði vegna samgangna og fjárhags. Þær voru þó ekki svo einfaldar, fáir áttu bíla og gististaðir af skornum skammti.

Á fjórða áratugnum tóku verslunarmenn í borginni eftir breytingu. Silli og Valdi sáu að fleiri og fleiri komu til þeirra áður en lagt var af stað til þess að birgja sig upp með nesti. Þótt ferðirnar væru bara nokkrir dagar, helgi eða einn dagur var þetta nýmæli. Enda þurftu margir að vinna happdrættisvinning til að komast í sumarfrí, eins og Reykvíkingur nokkur sem vann 5.000 krónur 1935 og notaði peninginn til að taka sér sumarfrí og ferðast um landið með konu sinni.

Aðbúnaður fyrir alla þessa Íslendinga sem voru að öðlast réttindi til að fá sumarfrí var lélegur. Þróunin hélst ekki í hendur, fólk fékk frí en gat ekki auðveldlega fundið stað til að dvelja á nema það hefði pantað með miklum fyrirvara. Þau sumargistihús sem voru til voru yfirfull allt sumarið á 5. áratugnum og auk þess sem vantaði gistihús vantaði nýja stétt fólks til að vinna við það. Menn veltu því fyrir sér hvort sækja ætti til útlanda reynda gistihússtjóra, yfirþjóna og matreiðslumenn eða senda fólk út í nám, skapa yrði nýja atvinnugrein.

Svo komumst við til útlanda

Aðeins allra yngstu kynslóðum finnst eðlilegur hlutur að fara í flug, eldri kynslóðir, þar með talin undirrituð, muna eftir því hversu hátíðlegt það var að fara í flug.
Sérstök dress voru keypt fyrir ferðina, fjölskyldan var jafnvel búin að sauma samlitan alklæðnað á alla í stíl til að vera í fluginu. „ Flugdress “ var alvöru fyrirbæri. Ég var áskrifandi að Æskunni og ég man að þegar blaðið barst varð að geyma blaðið í plastinu í nokkrar vikur, mátti ekki opna það fyrr en 10. júlí, „í flugvélinni“ þar sem það var rifið upp við hátíðlega athöfn. Meðferðis var að sjálfsögðu þurrkaður saltfiskur - til að „tipsa hótelstarfsmenn með“ en slíkt athæfi virðist hafa verið sjálfsagt meðal margra hérlendis og er hjá sumum enn.

Íslendingar í grísaveislu á Spáni.
Íslendingar í grísaveislu á Spáni. Ólafur K. Magnússon
  • Kollegi minn á blaðinu fór í sólarlandaferð í kringum 1980. Kleinur voru bakaðar fyrir ferðina og settar ofan í ferðatöskuna. Sérstök handklæði með vösum voru svo saumuð fyrir alla fjölskylduna.
  • Svo var það maturinn sem Íslendingar tóku með sér að heiman. Gjaldeyrishöft þýddu að nýta varð hverja krónu svo fyrir suma munaði að eiga eitthvað í töskunni en oft var þetta hræðsla við matinn, eða vissan um að það íslenska bragðaðist best í heimi, eða eitthvað fengist ekki í útlandinu.
  • Frændi minn tók til dæmis arómat með í allar ferðir, marga stauka ef ferðin var löng. Eitt sinn helltist arómatið yfir alla töskuna, þar með yfir hvítu sumarskyrturnar og hann var þekktur sem gæinn í karrígula dressinu í ferðinni.
  • Ofan í töskurnar rataði hangikjöt, niðursoðinn matur og til eru nýlegar frásagnir af fólki sem fór með lambalæri til Krítar.
  • Það var því ekkert óvanalegt að teknar væru upp Ora-fiskibollur í bleikri sósu á íbúðahótelinu eftir langan dag á ströndinni.
  • Stundum varð vart við ákveðna hræðslu við matinn, jafnvel vatnið – að það væri eitrað eins og Sigurdór Sigurðsson, fyrrverandi fararstjóri á Spáni, sagði frá í Þjóðviljanum 1984. Farþegar komu þá með 80 lítra af íslensku vatni, í mjólkurfernum.
  • Það skipti líka máli að vera í fallegum fötum í ferðinni. Skrifað var um að þau gætu hreinlega skorið úr um hvort fólk myndi pipra, í sumarfríum yrði framtíðarmakinn gjarnan á vegi manns. Fallegur sundbolur gerði kraftaverk, gervihár á kvöldin til að þykkja það, það var líka nauðsynlegt að láta kartöflurnar í friði fyrir ferðina og megra sig. Karlmenn þurftu að hafa minni áhyggjur, bara að passa að vera í þröngum buxum á kvöldin og litríkum skyrtum við, meðan konum sem fengu gjarnan gæsahúð var bent á þetta: „Á sumrin eru kjólar með stuttum ermum algengastir, en það er ekki fallegt ef handleggirnir eru rauðir með „gæsahúð“, sem svo er nefnd.“

Umfjöllunin birtist í fullri lengd í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bílvelta í Öxnadal

21:43 Fólksbíll á leið inn Öxnadal valt eftir að hafa runnið af þjóðveginum vegna hálku rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir einstaklingar, sem voru í bílnum, voru fluttir til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akureyri með minniháttar meiðsl. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri. Meira »

Komin í húsaskjól eftir skógarvistina

20:34 Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og börn þeirra, Leo og Leona, sem flúðu til Frakklands frá Þýskalandi eft­ir að um­sókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi og áður í Þýskalandi var hafnað, eru nú komin í húsaskjól eftir að hafa hafist við í tjaldi úti skógi. Meira »

Rannsaka leka í Euro Market málinu

20:26 Lögreglan á Vesturlandi er nú með til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda í svokölluðu Euro Market-máli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV, sem segir trúnaðarskjalið vera minnisblað sem mörg lögregluembætti höfðu aðgang. Meira »

Smíða síðustu bobbingana

19:11 „Við erum bara á síðustu metrunum og ég sé ekki annað en að tæki og tól fari í brotajárn, sem er bara hreinasta hörmung,“ segir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Stáldeildarinnar á Akureyri. Meira »

60 þúsund á mánuði fyrir bókaskrif

19:00 Rithöfundur sem selur 1.500 eintök af bók sinni fær í sinn hlut tæpa eina og hálfa milljón króna í verktakalaun. Að baki getur legið tveggja ára vinna. Hvert fara þá allir peningarnir? Meira »

Hlýnun jarðar kallar á aukið samstarf

18:42 Alþjóðlegt vísindasamstarf er forsenda þess að unnt verði að skilja og bregðast við afleiðingum hlýnunar jarðar á umhverfi og samfélög á norðurslóðum. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er hún ávarpaði gesti á þingi Hringborði norðursins. Meira »

Æfðu björgun við krefjandi aðstæður

18:30 Slökkviliðsmenn frá Laugarvatni og Reykholti æfðu björgun í virkjunum Landsvirkjunar og Orku náttúrunnar á Nesjavöllum í gær. Æfingunum er ætlað að viðhalda þekkingu viðbragðsaðila þegar eitthvað kemur upp á í þessum tilteknu kringumstæðum. Meira »

Gangi út fyrir sig og aðrar konur

17:59 „Við erum að núna að setja kröfuna á atvinnurekendur og opinberar stofnanir um að það verði raunverulega settir í gang ferlar og verklagsferlar. Eins og hefur komið í ljós væri synd að segja að þetta sé allt saman komið í lag,“ segir Maríanna Clara Lúthersdóttir, verkefnastýra Kvennafrís 2018. Meira »

Eldur í rusli í Varmadal

16:28 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fór á fimmta tímanum í dag í útkall vegna elds í rusli og smádóti í Varmadal á Kjalarnesi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var í fyrstu talið að um húsbruna væri að ræða. Dregið var úr viðbúnaði eftir að annað kom í ljós. Meira »

Föðursystirin var ekki böðull

16:00 Þegar Burt Reynolds dó uppgötvaði undirrituð að hann var ekki Tom Selleck. Þar til þá hafði ég haldið að þeir væru einn og sami maðurinn. Um daginn hitti ég mann og þurfti að útskýra fyrir honum að Stefán Hilmarsson og Sigmundur Ernir væru ekki hálfbræður. Hann hafði líka haldið það hálfa ævina. Meira »

Aðgerðir vegna aukningar í nýgengi örorku

15:45 Nýgengi örorku og fyrirbyggjandi aðgerðir voru til umræðu á Þingvöllum á K100 í morgun en gestir Páls Magnússonar, þingmanns og þáttastjórnanda, voru þau Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingarsjóðs, og Þórunn Gunnarsdóttir, iðjuþjálfi frá Virk. Meira »

Vill sjá meiri samvinnu Hafró og útgerða

15:22 „Öðru fremur hefur það verið pólitíkin og þessi pólitíski rétttrúnaður um það að aldrei megi leita að neinu úr smiðju útvegsmanna, sem hefur verið til skaða,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. 200 mílur tóku hann tali í vikunni vegna fyrirhugaðrar loðnuleitar, en enginn kvóti hefur verið gefinn út fyrir loðnuvertíðina eftir að ekki fannst nægt magn af loðnu í loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Jón fyrirgefur ljót skrif um sig

14:53 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hefur ákveðið að fyrirgefa konunum sem létu ljót ummæli falla um hann í lokaða Facebook-hópnum „Karlar að gera merkilega hluti“. Jón Steinar skrifaði grein í Morgunblaðið á föstudaginn þar sem hann sagði frá ummælunum. Meira »

Sóttu mikið slasaðan skipverja

14:48 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út til þess að sækja mikið slasaðan skipverja filippeysks flutningaskips nú fyrir hádegi. Skipið var statt um 60 sjómílur suðaustan við Vestmannaeyjar þegar þyrlu Landhelgisgæslunnar bar að á ellefta tímanum í dag. Meira »

Ekki eins og rúða í stofuglugganum

14:28 Brot í rúðu flugstjórnarklefa í farþegavél Icelandair sem kom upp í flugi frá Orlando til Reykjavíkur í gær var aðeins í ysta lagi rúðunnar, sem er eitt lag af mörgum. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við mbl.is. Meira »

Mál Áslaugar enn til skoðunar

13:13 Mál Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp störfum sem forstöðumanni einstaklingsmarkaðar Orku náttúrunnar, er enn til skoðunar hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og hefur hún ekki fengið skýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Þetta skrifar Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, á Facebook í dag. Meira »

Mun ekki höfða mál gegn femínistunum

12:37 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður ætlar ekki að höfða mál gegn femínistunum sem höfðu um hann ljót ummæli á lokaða Facebook-svæðinu „Karlar gera merkilega hluti“. Jón Steinar var gestur Páls Magnússonar í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Ójöfn lýsing á Reykjanesbraut

10:26 Vegfarendur á Reykjanesbraut hafa gert athugasemdir við nýja ljósastaura sem settir hafa verið upp við veginn. Ljósið sé mjög skært við staurana en algert myrkur sé þess í milli. Svæðisstjóri hjá Vegagerðinni segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að uppfylla ekki lýsingarstaðla. Meira »

Miklar skemmdir á rúðunni

10:24 Flugáhugamaður og ljósmyndari hefur birt mynd af skemmdunum sem urðu á rúðu farþegavélar Icelandair þegar hún var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...