Lýsa yfir trausti til Ármanns

mbl.is

Karen Halldórsdóttir, Margrét Friðriksdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra og oddvita flokksins.

Theódóra Þorsteinsdóttir, oddviti BF-Viðreisnar áður oddviti Bjartrar framtíðar, hefur verið í meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Kópavogi frá árinu 2014. Komið hefur í ljós að bæjarfulltrúarnir þrír, sem sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld, vilja ekki samstarf við BF-Viðreisn.

Theódóra hefur fyrr í dag lýst þessu sem óánægju með hennar persónu og sagði afstöðu bæjarfulltrúana vera rýting í bakið á Ármanni.

Í yfirlýsingu bæjarfulltrúana er þó fullu trausti lýst yfir til Ármanns og hann sagður hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna. Tekið er þó fram að efasemdir eru um samstarf við BF Viðreisn þar sem þau telja forsendur hafa breyst.

Yfirlýsingin í heild:

„Við undirrituð lýsum yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi[,] sem hefur á undanförnum árum leitt mikla og góða uppbyggingu í bænum. Algjör eining er um það í bæja[r]stjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins og hefur Ármann óskorað umboð bæjarfulltrúa til meirihlutaviðræðna í Kópavogi.

Líkt og fram hefur komið í fréttum lýsum við efasemdum um samstarf við BF Viðreisn sem fyrrum oddviti Bjartrar framtíðar leiðir. Með samstarfi Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa forsendur breyst og samskiptin á kjörtímabilinu hafa verið endurmetin á undaförnum dögum.

Margrét Friðriksdóttir
Karen Elísabet Halldórsdóttir
Guðmundur Gísli Geirdal“
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert