Varðveita á sumarhús listamanns

Húsið er byggt á árunum 1923 til 1940 og er …
Húsið er byggt á árunum 1923 til 1940 og er falið í grænum lundi í Galtafelli, örskammt frá Flúðum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þjóðminjasafn Íslands undirbýr nú viðgerðir á sumarhúsi Einars Jónssonar myndhöggvara sem er á fæðingarstað listamannsins, að Galtafelli í Hrunamannahreppi.

Húsið var byggt á árunum 1923 til 1940 og þykir athyglisvert sakir þess að arkitektúr þess er óvenjulegur og listrænn, aukinheldur sem þetta er eitt fyrsta sumarhúsið sem svo er kallað, sem reist var hér á landi.

„Húsið er að flestu leyti í góðu ásigkomulagi; til að mynda eru allir máttarviðir þess heilir. Þá er innandyra allt með óbreyttu sniði og á þeim tímum þegar Einar og Anna kona hans dvöldust í sumarhúsinu fyrir og um miðja síðustu öld,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert