Löng barátta fyrir löggildingu

Íris Ingvarsdóttir.
Íris Ingvarsdóttir. Árni Sæberg

Þrátt fyrir að listmeðferð hafi verið notuð hérlendis í yfir 40 ár og fagfélag listmeðferðarfræðinga sé að verða 20 ára eru tiltölulega fáir sem sinna starfinu og alltaf eru biðlistar. Íris Ingvarsdóttir listmeðferðarfræðingur hefur einkum sinnt börnum og ungmennum sem orðið hafa fyrir áföllum þar sem hið talaða orð dugar ekki til að vinna úr erfiðum upplifunum. Hún hefur bæði starfað innan barna- og unglingageðdeildar Landspítala, innan skólakerfisins og með eigin stofu.

Þrátt fyrir að rannsóknir hafi sýnt að myndmál hjálpi bæði ungu fólki en einnig fullorðnum til að vinna úr tilfinningum sínum og listmeðferðarfræðingar hafi unnið innan heilbrigðiskerfisins í fjöldamörg ár hefur starfsheitið listmeðferðarfræðingar ekki hlotið löggildingu hérlendis, eins og til dæmis í Bretlandi. Íris segir það meðal þess sem skýri skort á nýliðun í starfinu og það séu hagsmunir allra og ekki síst ungs fólk að meðferðaraðilar séu með rétta menntun og þjálfun.

„Fólk veit oft ekki hvað listmeðferð er fyrr en það þarf að nýta þjónustuna sjálft. Margir tengja það við að við séum að teikna, jú, enda þekkt að sálfræðingar nýti sér það í meðferðum barna. Listmeðferð hentar þó líka fullorðnum og meðferðarúrræðið er til dæmis á spítölum, skólum og stofnunum eins og Ljósinu, Stígamótum og Foreldrahúsi. Erlendis er það nýtt í fangelsum og á hamfarasvæðum svo dæmi séu nefnd,“ segir Íris.

„Þeir sem orðið hafa fyrir áfalli geta átt erfitt með að færa það í orð. Ung börn hafa stundum ekki einu sinni orð yfir það en áhrifin liggja í taugakerfinu. Þegar barn fer að handleika myndlistarefnivið vekur það upp skilningarvitin og myndtjáning tekur við. Það ferli sem fer af stað og þau myndtákn sem koma fram er það sem við vinnum úr. sumir eiga erfitt með að setja í orð hvernig þeim líður og geta verið sterkari í myndrænni hugsun og tjáningu. Við teljum því mikilvægt að fólk hafi aðgang að fjölbreyttum meðferðarleiðum. Myndverkið virkar eins og spegill og getur síðan orðið brú yfir í orðin en um leið og við erum farin að nota orðin erum við komin í vitsmunalega nálgun. Það er þetta ferli sem við erum að vinna með.“

Íris fær margar tilvísanir frá barnavernd og barnageðlæknum og einnig leitar fólk til hennar að eigin frumkvæði.
„Hingað koma börn og ungmenni sem hafa upplifað álag, áföll eða eru með taugaþroska-frávik. Listmeðferðarfræðingar hjálpa þeim að tjá sig og það felur í sér ákveðið útrásarferli en við úrvinnslu hjálpum við þeim að átta sig á tilfinningum sínum, setja á þær nafn og finna þeim viðeigandi farveg.

Upplifun stúlku á líðan sinni eftir áfall af völdum alvarlegs ...
Upplifun stúlku á líðan sinni eftir áfall af völdum alvarlegs ofbeldis. Á þessum tíma vildi hún ekki tala um það sem gerðist og var því vísað í listmeðferð. Upplifun hennar var að vera dauð inni í sér eins og tréð er dautt. Í dag tréð lifandi og stúlkan náð að halda áfram með líf sitt á farsælan hátt. Ásdís ÁsgeirsdóttirMeð þeim skilgreinum við hverju þau geta borið ábyrgð á og hverju ekki og hverju fullorðna fólkið þarf að taka ábyrgð á. Það getur verið unnið í samvinnu við foreldra, hvað það er sem foreldrar þurfa að fókusera á og aðrir fagaðilar sem koma að barninu. Við hjálpum þeim að gera sér grein fyrir því hvar öryggisnet þeirra er og hvar þau geta leitað hjálpar, því að stundum lokast börn bara inni í sínum eigin hugarheimi.“

Barátta fyrir löggildingu 

Listmeðferðarfræðingar hafa verið í um 20 ára baráttu fyrir löggildingu starfsheitisins í samstarfi við músíkmeðferðarfræðinga og vilja með því fá viðurkenningu og starfsleyfi sem heilbrigðisstarfsmenn. Starfið er ábyrgðarstarf og hafa listmeðferðarfræðingar til að mynda verið kallaðir til vitnisburðar í dómsmálum.
„Þetta er viðkvæmur hópur sem við vinnum með, sem þarf að vanda sig sérstaklega með. Við teljum því mjög mikilvægt að þeir sem sinna listmeðferð hafi til þess viðurkennda menntun og þjálfun enda er eftirspurn eftir þjónustunni. Í dag getur hver sem er opnað stofu og við höfum dæmi um að ófaglært fólk auglýsi námskeið í listmeðferð. Okkur finnst fullkomlega óábyrgt af stjórnvöldum að horfa framhjá þessu. Löggilding starfsheitis þýðir að fólk eigi að geta treyst því að það sé að leita til fagfólks og einnig að annað fagfólk viti fyrir hvað listmeðferð stendur.


Við byrjuðum á þessu löggildingarferli í kringum 2000 og þá fengum við mjög jákvæða umsögn frá embætti Landlæknis, sem á að gefa umsögn um allar löggildingarumsóknir. Lög um heilbrigðisstarfsmenn voru síðan í endurskoðun í um 10 ár en 2013 sendum við aftur inn umsókn. Velferðarráðuneytið hefur hreinlega ýtt þessum umsóknum út af borðinu og við teljum okkur ekki fá rök fyrir því af hverju og við höfum ekki fengið að nýta andmælarétt. Við leituðum því til Umboðsmanns Alþingis, sem gerði velferðarráðuneytinu ljóst að því bæri að fara efnislega yfir umsókn okkar, sem fór þá aftur til umsagnar Landlæknis.“
Í þeirri umsögn kom fram að listmeðferðarfræðingar væru að veita góða þjónustu, það væri eftirspurn eftir henni og fagfélag listmeðferðarfræðinga hefði góðar siðareglur sem ættu að geta haldið utan um starfsemi þeirra.

„Þá taldi Embætti landlæknis að störf okkar væru þess eðlis að þau gætu ekki stofnað sjúklingum okkar í hættu og því væri ekki þörf á löggildingu. Vísað var til rannsókna því til stuðnings sem eiga við störf lækna og hjúkrunarfræðinga á skurðdeildum. Ekki var vísað til neinna á geðdeildum. Við teljum þetta því alls ekki fullnægjandi rök.“

Viðtalið má lesa í fullri lengd í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 

Innlent »

Rigning og slydda um jólin

06:55 Spáð er rigningu á aðfangadag á landinu á aðfangadag fyrir utan Norðaustur- og Austurland þar verður að mestu þurrt. Á jóladag er von á slyddu og snjókomu. Meira »

Alvarleg líkamsárás á bar

06:03 Tilkynnt var til lögreglunnar um alvarlega líkamsárás á bar í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður verið kýldur og misst meðvitund og eins var hann með skurð við eyra. Meira »

Útsvar víða óbreytt á næsta ári

05:30 Reykjavíkurborg og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin á landinu sem ekki ætla að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að milda þau áhrif sem hækkun á fasteignamati um áramótin mun hafa. Meira »

Meiri ásókn í sjúkrasjóði

05:30 „Gríðarleg fjölgun umsókna um sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði BHM síðastliðna tvo mánuði og stærð sjóðsins gerði það að verkum að við þurftum að bregðast við og breyta úthlutunarreglum hans, segir Maríanna Helgadóttir, stjórnarformaður sjúkrasjóðs BHM. Meira »

Veturinn ódýr það sem af er

05:30 Um 100 milljónir hafa sparast í vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í haust samanborið við haustið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá borginni var kostnaður við vetrarþjónustu frá júlí til desember árið 2017 alls 245,6 milljónir. Meira »

Þorsteinn talaði mest í haust

05:30 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er sá sem mest og lengst talaði á nýafstöðnu haustþingi. Alþingi fór í jólaleyfi á föstudaginn og þing mun koma saman að nýju mánudaginn 21. janúar. Meira »

Andlát: Valgarður Egilsson læknir

05:30 Valgarður Egilsson, yfirlæknir og prófessor lést á heimili sínu í fyrradag, 78 ára að aldri. Auk starfa að læknavísindum var Valgarður skáld og rithöfundur og vann nokkuð við leiðsögn ferðafólks. Meira »

Störfum gæti fækkað um 1.400

05:30 Störfum gæti fækkað um 1.400 á næstu sex mánuðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Meira »

Horft verður til hækkana

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir áform ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts verða endurmetin ef samið verði um óábyrgar launahækkanir í komandi kjarasamningum. Meira »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

Í gær, 21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

Í gær, 20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

Í gær, 20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

Í gær, 20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Kommóða
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. S...
Vetrardekk
Til sölu 4 stk vetrardekk,hálfslitin.205/55R16.. Verð kr 12000...Sími 8986048.....