Löng barátta fyrir löggildingu

Íris Ingvarsdóttir.
Íris Ingvarsdóttir. Árni Sæberg

Þrátt fyrir að listmeðferð hafi verið notuð hérlendis í yfir 40 ár og fagfélag listmeðferðarfræðinga sé að verða 20 ára eru tiltölulega fáir sem sinna starfinu og alltaf eru biðlistar. Íris Ingvarsdóttir listmeðferðarfræðingur hefur einkum sinnt börnum og ungmennum sem orðið hafa fyrir áföllum þar sem hið talaða orð dugar ekki til að vinna úr erfiðum upplifunum. Hún hefur bæði starfað innan barna- og unglingageðdeildar Landspítala, innan skólakerfisins og með eigin stofu.

Þrátt fyrir að rannsóknir hafi sýnt að myndmál hjálpi bæði ungu fólki en einnig fullorðnum til að vinna úr tilfinningum sínum og listmeðferðarfræðingar hafi unnið innan heilbrigðiskerfisins í fjöldamörg ár hefur starfsheitið listmeðferðarfræðingar ekki hlotið löggildingu hérlendis, eins og til dæmis í Bretlandi. Íris segir það meðal þess sem skýri skort á nýliðun í starfinu og það séu hagsmunir allra og ekki síst ungs fólk að meðferðaraðilar séu með rétta menntun og þjálfun.

„Fólk veit oft ekki hvað listmeðferð er fyrr en það þarf að nýta þjónustuna sjálft. Margir tengja það við að við séum að teikna, jú, enda þekkt að sálfræðingar nýti sér það í meðferðum barna. Listmeðferð hentar þó líka fullorðnum og meðferðarúrræðið er til dæmis á spítölum, skólum og stofnunum eins og Ljósinu, Stígamótum og Foreldrahúsi. Erlendis er það nýtt í fangelsum og á hamfarasvæðum svo dæmi séu nefnd,“ segir Íris.

„Þeir sem orðið hafa fyrir áfalli geta átt erfitt með að færa það í orð. Ung börn hafa stundum ekki einu sinni orð yfir það en áhrifin liggja í taugakerfinu. Þegar barn fer að handleika myndlistarefnivið vekur það upp skilningarvitin og myndtjáning tekur við. Það ferli sem fer af stað og þau myndtákn sem koma fram er það sem við vinnum úr. sumir eiga erfitt með að setja í orð hvernig þeim líður og geta verið sterkari í myndrænni hugsun og tjáningu. Við teljum því mikilvægt að fólk hafi aðgang að fjölbreyttum meðferðarleiðum. Myndverkið virkar eins og spegill og getur síðan orðið brú yfir í orðin en um leið og við erum farin að nota orðin erum við komin í vitsmunalega nálgun. Það er þetta ferli sem við erum að vinna með.“

Íris fær margar tilvísanir frá barnavernd og barnageðlæknum og einnig leitar fólk til hennar að eigin frumkvæði.
„Hingað koma börn og ungmenni sem hafa upplifað álag, áföll eða eru með taugaþroska-frávik. Listmeðferðarfræðingar hjálpa þeim að tjá sig og það felur í sér ákveðið útrásarferli en við úrvinnslu hjálpum við þeim að átta sig á tilfinningum sínum, setja á þær nafn og finna þeim viðeigandi farveg.

Upplifun stúlku á líðan sinni eftir áfall af völdum alvarlegs ...
Upplifun stúlku á líðan sinni eftir áfall af völdum alvarlegs ofbeldis. Á þessum tíma vildi hún ekki tala um það sem gerðist og var því vísað í listmeðferð. Upplifun hennar var að vera dauð inni í sér eins og tréð er dautt. Í dag tréð lifandi og stúlkan náð að halda áfram með líf sitt á farsælan hátt. Ásdís ÁsgeirsdóttirMeð þeim skilgreinum við hverju þau geta borið ábyrgð á og hverju ekki og hverju fullorðna fólkið þarf að taka ábyrgð á. Það getur verið unnið í samvinnu við foreldra, hvað það er sem foreldrar þurfa að fókusera á og aðrir fagaðilar sem koma að barninu. Við hjálpum þeim að gera sér grein fyrir því hvar öryggisnet þeirra er og hvar þau geta leitað hjálpar, því að stundum lokast börn bara inni í sínum eigin hugarheimi.“

Barátta fyrir löggildingu 

Listmeðferðarfræðingar hafa verið í um 20 ára baráttu fyrir löggildingu starfsheitisins í samstarfi við músíkmeðferðarfræðinga og vilja með því fá viðurkenningu og starfsleyfi sem heilbrigðisstarfsmenn. Starfið er ábyrgðarstarf og hafa listmeðferðarfræðingar til að mynda verið kallaðir til vitnisburðar í dómsmálum.
„Þetta er viðkvæmur hópur sem við vinnum með, sem þarf að vanda sig sérstaklega með. Við teljum því mjög mikilvægt að þeir sem sinna listmeðferð hafi til þess viðurkennda menntun og þjálfun enda er eftirspurn eftir þjónustunni. Í dag getur hver sem er opnað stofu og við höfum dæmi um að ófaglært fólk auglýsi námskeið í listmeðferð. Okkur finnst fullkomlega óábyrgt af stjórnvöldum að horfa framhjá þessu. Löggilding starfsheitis þýðir að fólk eigi að geta treyst því að það sé að leita til fagfólks og einnig að annað fagfólk viti fyrir hvað listmeðferð stendur.


Við byrjuðum á þessu löggildingarferli í kringum 2000 og þá fengum við mjög jákvæða umsögn frá embætti Landlæknis, sem á að gefa umsögn um allar löggildingarumsóknir. Lög um heilbrigðisstarfsmenn voru síðan í endurskoðun í um 10 ár en 2013 sendum við aftur inn umsókn. Velferðarráðuneytið hefur hreinlega ýtt þessum umsóknum út af borðinu og við teljum okkur ekki fá rök fyrir því af hverju og við höfum ekki fengið að nýta andmælarétt. Við leituðum því til Umboðsmanns Alþingis, sem gerði velferðarráðuneytinu ljóst að því bæri að fara efnislega yfir umsókn okkar, sem fór þá aftur til umsagnar Landlæknis.“
Í þeirri umsögn kom fram að listmeðferðarfræðingar væru að veita góða þjónustu, það væri eftirspurn eftir henni og fagfélag listmeðferðarfræðinga hefði góðar siðareglur sem ættu að geta haldið utan um starfsemi þeirra.

„Þá taldi Embætti landlæknis að störf okkar væru þess eðlis að þau gætu ekki stofnað sjúklingum okkar í hættu og því væri ekki þörf á löggildingu. Vísað var til rannsókna því til stuðnings sem eiga við störf lækna og hjúkrunarfræðinga á skurðdeildum. Ekki var vísað til neinna á geðdeildum. Við teljum þetta því alls ekki fullnægjandi rök.“

Viðtalið má lesa í fullri lengd í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 

Innlent »

Göngukona fannst fljótt

22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »

Þingvallavegur opnaður á ný eftir slys

16:21 Umferðarslys varð á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, laust fyrir klukkan 16 i dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Meira »

Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

16:15 „Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf. en hann þurfti að hætta ferðum upp á Leifs­stöð eft­ir að Isa­via lagði gjald á af­not af fjarstæðum. Meira »

Slá skjaldborg um fæðingardeildina

14:49 Boðað hefur verið til samstöðufundar með ljósmæðrum við fæðingardeild Landspítalans klukkan tólf á hádegi á morgun. Að fundinum stendur stuðningshópur ljósmæðrasem hefur þegar staðið fyrir á annan tug mótmælafunda. Meira »

Í gæsluvarðhald til mánudags

14:35 Karlmaður sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun var um hádegi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

13:30 Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ró yfir fæðingardeildum

12:44 Aðeins hefur ein beiðni um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra borist síðasta sólarhringinn. Þetta segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefndinni fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Lögregluaðgerð í Grafarholti

12:17 Lögregluaðgerð var í gangi við Þórðarsveig í Grafarholti um hádegi í dag. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíll var á vettvangi. Slökkviliðið getur ekki gefið upplýsingar um málið aðrar en þær að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Meira »

Jafnan veitt án nærveru forseta

11:54 Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands. Meira »

Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð

10:59 „Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporðinum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Meira »

Hrókurinn fagnar 15 árum

10:30 Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, bjóða í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, í dag. Meira »