Niðurrif hafið á brunarústum fiskeldisins á Núpi

Bruni í Fiskeldi Samherja að Núpi í Ölfusi.
Bruni í Fiskeldi Samherja að Núpi í Ölfusi.

„Við erum að rífa og hreinsa og þetta gengur bara ágætlega,“ sagði Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Samherja fiskeldi, í samtali við Morgunblaðið.

Húsnæði fyrirtækisins brann í eldsvoða aðfaranótt miðvikudagsins síðasta. Fyrirtækið hefur fengið brunavettvanginn afhentan og hafið þar vinnu. „Það er fólk hérna í hreinsunarstarfi og gjörgæslu með seiðin sem sluppu lifandi,“ segir Jón Kjartan, en eitt kerið bráðnaði í eldinum og seiðin í því drápust.

„Ég get ekki tjáð mig um það núna, málið er í eðlilegum farvegi hjá lögreglunni og við þurfum að átta okkur á umfangi tjónsins fyrst,“ sagði Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, aðspurður hvort tilefni væri til að gefa út afkomuviðvörun hjá tryggingafélaginu vegna brunans í fiskeldi Samherja á Núpi í Ölfusi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert