Gagnrýnir Skipulagsstofnun fyrir tafir

Elliði segir fjárfestinguna geta numið um sex milljörðum króna.
Elliði segir fjárfestinguna geta numið um sex milljörðum króna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið.

Elliði bendir á í Morgunblaðinu í dag að þær framkvæmdir sem Hveradalir ehf. vilji ráðast í á Hveradalasvæðinu, þ.e. gerð baðlóns og bygging hótels, séu gríðarlega umfangsmiklar og muni hafa umtalsverð áhrif á ferðaþjónustu m.a. í Ölfusi.

„Ég gæti trúað að það lægi nærri að bara fyrsti áfangi væri fjárfesting upp á vel á þriðja milljarð króna og heildarframkvæmdin hátt í sex milljarðar króna,“ segir Elliði í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert