Mikil bæting hjá quidditch-liði Reykjavíkur

Reykjavík Ragnarök. Níu manns fóru út með liðinu að keppa …
Reykjavík Ragnarök. Níu manns fóru út með liðinu að keppa um helgina en um 15 æfa að staðaldri. Ljósmynd/Reykjavík Ragnarök

Íslenska quidditch-liðið Reykjavík Ragnarök keppti um helgina á Norðurlandamótinu í quidditch. Íþróttin á rætur að rekja til hinnar geysivinsælu bókaraðar um Harry Potter en íþróttin sjálf er þó ögn frábrugðin því sem finnst í bókunum.

„Þetta gekk framar öllum vonum. Ísland hafði aldrei unnið quidditch-leik fyrir þetta mót þannig að okkur var spáð neðstu sætunum og sagt fyrir Kaupmannahafnarleikinn að þetta yrði fínn leikur fyrir okkur, liðin væru svipuð. Þannig fórum við langt fram úr væntingum strax í fyrsta leik,“ sagði Sigurður Skúli Sigurgeirsson, þjálfari liðsins, eftir mótið en lið Reykjavíkur sigraði Copenhagen Harpies í fyrsta leiknum 170-40.

Í samtali um keppnina á baksíðu Morgunblaðsins í dag segir Sigurður að lýsa megi quidditch-íþróttinni sem blöndu af handbolta, rugby og skotbolta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert