Taldi skipstjórann hafa kveikt í bátnum

Smábátar að veiðum. Mynd úr safni.
Smábátar að veiðum. Mynd úr safni. mbl.is/Alfons

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið Vörð til að greiða bætur til eiganda fiskibáts, en mannbjörg varð þegar báturinn brann og sökk norðvestur af Garðskaga í júlí árið 2013. Tryggingafélagið hafði hafnað bótaábyrgð og byggði mál sitt á því að eigandi bátsins og skipstjóri hefði vísvitandi lagt eld að bátnum.

Áður en málið var höfðað hafði tryggingafélagið borið ágreining aðilanna undir úrskurðarnefnd í vátryggingamálum. Með úrskurði sínum í janúar árið 2016 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að tryggingafélaginu bæri að bæta eigandanum tjón hans úr vátryggingunni. Í úrskurðinum sagði að sönnunarbyrði hvíldi á tryggingafélaginu fyrir því að það gæti undanskilið sig ábyrgð. Rannsóknarskýrsla lögreglu hefði verið á þann veg að ekki væri með óyggjandi hætti hægt að fullyrða að eigandinn hefði lagt eld að bátnum.

Eiganda bátsins, þ.e. stefnanda í málinu, og tryggingafélagið greindi ekki á um að báturinn, frambyggður trefjaplastbátur smíðaður árið 1979, hefði brunnið og sokkið 9. júlí 2013 er hann var við veiðar á miðunum norðvestur af Garðskaga.

„Helst til heitur“ til vinnu í júlí

Tryggingafélagið bar það hins vegar fyrir sig að á örfáum mínútum, eftir að eigandinn hefði tilkynnt um eldinn, hefði báturinn logað stafna á milli samkvæmt vitnisburði skipverja á tveimur öðrum bátum. Einnig var bent á að vakið hefði athygli lögreglu að eigandinn, sem var einn um borð í bátnum, hafi verið klæddur í flotgalla við vinnu sína um borð. „Slíkur klæðnaður muni vera helst til heitur til að vera í við vinnu í júlí,“ segir í reifun dómsins á málsástæðum tryggingafélagsins.

Enn fremur benti félagið á að eigandinn hefði virst hafa haft sáralítil not fyrir bátinn. Einungis hefði verið farið í fjórar veiðiferðir frá því að hann hafi verið keyptur til félagsins 10. nóvember 2011, tvær með viku millibili sumarið 2012 og tvær með viku millibili í maí 2013. Tekjur félagsins frá stofnun þar til báturinn hafi brunnið hefðu þá samtals numið 168.313 krónum.

Miðað við byggingu bátsins hafi þá verið vandséð hvernig eldur geti læst sig af slíkum hraða í skut bátsins að þar standi allt í ljósum logum þegar að sé komið örskömmu síðar, einkum þegar horft sé til þess að afturþilfar bátsins hafi verið klætt með áli. Báturinn hafi verið smíðaður úr trefjaglerefni, sem sé ekki eldfimt.

Sönnunarbyrðin hvíli á tryggingafélaginu

Lögmaður eigandans sagði málflutning tryggingafélagsins einkennast af „getgátum og útúrsnúningum, sem ekki hafi neitt sönnunargildi og uppfylli engan veginn þær sönnunarkröfur sem gerðar séu til stefnda samkvæmt meginreglum vátrygginga- og skaðabótaréttar“.

Allt hafi bent til að eldurinn hafi kviknað vegna bilunar í rafmagni eða öðrum búnaði skipsins. Í framburði Sandgerðishafnar og í rannsóknarskýrslu Aðstoðar & öryggis komi fram að nokkuð hafi verið um bilanir í bátnum um vorið. Framburður eigandans um eldsupptök og þróun eldsins sé studdur af framburði annars skipstjóra, sem bjargaði eigandanum um borð í sinn bát.

Eldurinn hafi þannig fyrst verið í brúnni en síðan blossað upp að aftan. Aftarlega í bátnum hafi verið geymsluhólf þar sem geymdur hafi verið rafgeymir, olía og glussi. Útskýri það bruna í afturhluta bátsins.

Bent var á að tryggingafélagið bæri sönnunarbyrðina fyrir því að brunanum hefði verið valdið af ásetningi, og að meta bæri allan vafa eiganda bátsins í hag, ekki síst þar sem tryggingafélagið hefði samið skilmála vátryggingarsamningsins.

Engin frekari rannsókn

Dómkvaddir voru sem matsmenn verkfræðingur og skipatæknifræðingur, til að fá úr því skorið hvort mögulegt væri að báturinn hefði brunnið án þess að eldur hefði verið lagður að honum.

Komust þeir að því að ekki væri hægt að útiloka að gasleki og/eða gaslogi hafi átt þátt í atburðarásinni, þótt það kæmi ekki að öllu leyti heim og saman við þá atburðarás sem lýst væri í gögnum málsins. Sýnt hafi þá verið fram á að fullþróaður eldur í brúnni gæti kveikt í fiskikari aftan til á bátnum með hitageislun og að það gæti gerst á þeim tíma sem atburðarásin lýsi, án þess að eldhvetjandi efni séu notuð.

Fyrir dómnum lá einnig bréf lögreglustjórans á Suðurnesjum, dagsettt 11. febrúar 2018, þar sem staðfest var að ekki yrði um að ræða frekari rannsókn á meintum fjársvikum eigandans vegna bruna bátsins, þar sem ákæruvaldið teldi málið hvorki nægjanlegt né líklegt til sakfellis.

Í dómnum segir að ekkert þeirra atriða, sem tryggingafélagið bar fyrir sig, jafnvel þótt þau séu virt heildstætt, nægi til að sönnunarbyrði um upptök eldsvoðans verði snúið við þannig að eigandanum verði gert að sanna að hann hafi ekki lagt eld að bátnum.

mbl.is

Innlent »

Í beinni: Er gætt að geðheilbrigði?

13:48 Öryrkjabandalag Íslands heldur í dag málþing þar sem farið er yfir stöðuna á stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum sem nú er á miðju tímabili. Fylgjast má með fundinum í beinni útsendingu. Meira »

Fresti sjóböðum og fjöruferðum

13:16 Vegna viðhalds á dælustöð við Arnarnesvog á morgun, þar sem sett verður á yfirfall á meðan, er ekki mælst til þess að fólk stundi sjóböð eða fjöruferðir við Arnarnesvog fram yfir helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Garðbæ. Meira »

Sagt upp vegna frammistöðuvanda

13:15 Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni hjá Orku náttúrunnar, var sagt upp vegna frammistöðuvanda. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Áslaugar Thelmu, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. Meira »

Hnífstungurannsókn á lokametrunum

13:02 Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hnífaárás við útibú Arion banka á Geislagötu á Akureyri er á lokastigum. Skýrslutökum er lokið en beðið er eftir niðurstöðum úr sýnarannsóknum. Þetta staðfestir rannsóknarlögreglan á Akureyri. Meira »

Furðar sig á kæru Landverndar

13:02 Erfitt er að skilja markmið Landverndar með kæru samtakanna til ESA, sem varðar samþykki Alþingis til að veita sjávarútvegsráðherra heimild til framlengingar fiskeldisleyfa. Þetta segir Sigurður Pétursson, stofnandi laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish, í opnu bréfi til framkvæmdastjóra Landverndar. Meira »

Barn beindi geisla að umferðinni

12:27 Sterkum grænum geisla var beint að umferð í Reykjanesbæ um helgina. Geislanum var meðal annars beint að bifreið lögreglumanns sem var á ferðinni og lék enginn vafi á hvaðan geislinn kom að sögn lögreglu. Meira »

Kanna hvort um fjárkúgun sé að ræða

12:02 Stjórn Orkuveitunnar hefur falið Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra OR, að fara yfir alla skýrsluna og gera tillögur um meðferð einstakra þátta sem fjallað er um í skýrslunni og leggja til viðeigandi málsmeðferð. Meira »

Setja 4,5 milljarða í kísilverksmiðju

11:58 Félagið Stakksberg áætlar að fjárfesta fyrir um 4,5 milljarða króna í úrbótum á kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Samkvæmt tilkynningu miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar. Meira »

Freista þess að flytja félagana heim

11:46 Fjallaleiðsögumaðurinn Leifur Örn Svavarsson er á leið til Nepal þar sem hann mun kanna möguleika á að flytja jarðneskar leifar þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar niður úr fjallinu Pumori og til höfuðborgarinnar Katmandú. Meira »

17 ára á 140 km hraða

11:40 Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á tæplega 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Viðgerðir ganga vel

11:01 Bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik hófust í fyrradag og ganga vel. Ljóst er að umfang skemmda á skipinu er gríðarlegt og að mikið verk verður að gera skipið hæft til siglinga. Meira »

Skýrslan kynnt í borgarráði á fimmtudag

09:50 Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur verður kynnt fyrir fulltrúum í borgarráði á fimmtudag. Meira »

Sýknudómar í stóra skattsvikamálinu

08:58 Landsréttur sýknaði fyrir helgi karl og konu í umfangsmiklu skattsvikamáli sem kom upp fyrir átta árum, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hafi verið fyrnd þegar að ákæra var gefin út. Héraðsdómur hafði áður sakfellt fólkið fyrir peningaþvætti af gáleysi. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

08:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Framkvæmdum er lokið í Kubba

08:18 Framkvæmdum lokið í fjallinu Kubba á Ísafirði. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins.   Meira »

Segja að ný ylströnd gæti lyktað illa

07:57 Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði í Sundahöfn. Breytingin mun nú fara í hefðbundið auglýsingarferli. Meira »

„Sjáum skýr sóknarfæri“

07:37 „Við erum að undirbúa okkur fyrir þessa lotu. Við höfum ekki hitt fulltrúa Samtaka atvinnulífsins enn sem komið er til að leggja fram kröfugerð en erum að máta okkur aðeins inn í hugmyndir um breytingar á skattkerfinu og fleiri slíkar áherslur.“ Meira »

Fannst heill á húfi

06:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk beiðni um klukkan 17:00 í gær um að hefja eftirgrennslan eftir manni sem ekki hafði skilað sér heim. Meira »

Hæglætisveður næstu daga

06:44 Spáð er hægri suðaustanátt í dag en strekkingi við ströndina sunnan- og vestanlands fram eftir degi.  Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...