Hraðfleyg og fljót í flughæð

Hörður Guðmundsson vígalegur í Vestmannaeyjum.
Hörður Guðmundsson vígalegur í Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Flugvél af gerðinni Dornier 328-100 sem Flugfélagið Ernir tók nýlega í notkun reynist vel. Vélin þarf ekki langa flugbraut, er fljót í hæð og er hraðfleyg.

Má það teljast saga til næsta bæjar að nú tekur ferðin frá Reykjavík til Vestmannaeyja aðeins fimmtán mínútur. Sá hængur er þó á, segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, að Vestmannaeyjaflugvöllur er oft lokaður vegna misvinda og þoku. Fyrir vikið sé alveg á mörkunum að flug þangað sé raunhæft eða borgi sig sé horft á málin í stóru samhengi.

Starfshópur á vegum samgönguráðherra skilaði nýlega tillögum þar sem gert er ráð fyrir 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum fólks sem býr í 200-300 km akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Hörður Guðmundsson segir þessi áform áhugaverð. Ef vel takist verði flugið með þessu orðið valkostur fyrir fleiri og farþegum fjölgi. Niðurgreiðsla á öðrum samgöngukostum sé líka alsiða, svo sem strætisvagnaferðir og ferjusiglingar. Rök séu því fyrir að flugið megi styrkja af opinberu fé, enda sé það almenningssamgöngur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka