Nokkrar tegundir úrkomu koma til greina

mbl.is/Styrmir Kári

1.003 mb lægð er á Grænlandshafi og er hún á austurleið yfir landið. Vindur mun því blása úr ýmsum áttum og nokkrar úrkomutegundir koma til greina í dag og á morgun, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Suðlæg átt í fyrstu og úrkoma um vestanvert landið, og einnig nyrst á landinu. Rigning eða súld suðvestan til en snjókoma á Vestfjörðum og nyrst og hlýnar þar smám saman með deginum og skiptir því yfir í slyddu eða rigningu. 

Vestlægari vindur í kvöld og skúrir vestanlands en slydda eða rigning austan til. 
Snýst svo í norðlæga átt í nótt og kólnar í veðri með éljum eða snjókomu, en drag myndast og vindur verður vestlægari sunnan til með slyddu eða rigningu. Ætli það sé ekki jafn lýsandi að taka þetta saman og segja bara rigning eða snjókoma með köflum,“ segir í hugleiðingum á vef Veðurstofu Íslands.

Veðrið næstu daga

Suðaustan 8-15 og rigning eða slydda með köflum. Hægari vindur og úrkomulítið norðaustanlands þar til síðdegis. Suðvestlægari og skúrir seint í kvöld, en léttir til um austanvert landið. 
Norðaustan 10-18 og snjókoma með köflum um norðanvert landið á morgun en hægari vestlæg átt sunnan til og slydda eða rigning. Hiti 2 til 7 stig en í kringum frostmark norðaustan til. Kólnar á morgun.

Á laugardag:
Norðaustan 8-15 og snjókoma um norðanvert landið en hægari vestlæg átt sunnan til og slydda eða rigning. Kólnandi, frost 2 til 7 stig um kvöldið en frostlaust syðst. 

Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt, en norðan 10-15 m/s og él norðaustanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. 

Á mánudag:
Gengur í hvassa suðaustanátt með snjókomu á köflum um land allt, en slydda eða rigning sunnalands um kvöldið. Frost 0 til 6 stig, en 0 til 4 stiga hiti við suðurströndina. 

Á þriðjudag:
Norðlæg átt og él um norðanvert landið en austlægari og víða snjókoma sunnan til. Kalt í veðri. 

Á miðvikudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og stöku él norðaustanlands, en bjartviðri syðra. Herðir á frosti. 

Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og snjókomu og síðar rigningu sunnan- og vestan til en þurrt annars staðar. Hlýnar í veðri.

Færð og aðstæður

Vesturland: Hálka er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku, snjóþekja er á Laxárdalsheiði.

Vestfirðir: Snjóþekja og hálka og víða er éljagangur eða snjókoma.

Norðurland: Snjóþekja er á láglendi en hálka er á Vatnsskarði, Inn-Blönduhlíð og Öxnadalsheiði.

Norðausturland: Hálkublettir eru á Norðausturvegi (85) og inn til landsins.

Austurland: Hálka er á Fjarðarheiði en hálkublettir á Fagradal aðrar leiðir eru greiðfærar.

Suðausturland: Hálkublettir eru við Freysnes og í Eldhrauni.

mbl.is

Innlent »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »

„Óvenju villandi“ framsetning

Í gær, 21:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenju villandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina. Meira »

Álagningarskrá tekur breytingum í ár

Í gær, 20:59 Allar líkur eru á því að engar upplýsingar verði í álagningarskrá RSK um bætur einstaklinga. Þá verða ekki birtar upplýsingar um útvarpsgjald, en upplýsingar um tekjuskatt og útsvar verða á sínum stað. Þetta segir Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, í samtali við mbl.is. Meira »

„Ég upplifi ákveðið mannorðsmorð“

Í gær, 20:08 „Ég upplifi ákveðið mannorðsmorð hér í kvöld og það er ekki fallegt.“ Þetta sagði Birgitta Jónsdóttir á félagsfundi Pírata í gærkvöldi eftir að Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði tekið til máls. Meira »

250 krónur að pissa í Hörpu

Í gær, 19:58 Klósettgjald hefur verið tekið upp í Hörpu á ný. 250 krónur þurfa gestir og gangandi að reiða fram til að fá að létta af sér á tilkomumiklu salerninu í kjallara tónlistarhússins. „Ætli þetta séu ekki svona tuttugu gestir á klukkutíma,“segir Gréta Arnarsdóttir, klósettvörður í hjáverkum. Meira »

Ekki lagt hald á viðlíka magn áður

Í gær, 19:28 „Málið er í rannsókn og gerum okkur vonir um að það gangi hratt fyrir sig. Við vonumst til að ná að klára þetta í þessum mánuði og geta sent það til héraðssaksóknara,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, við mbl.is Meira »

Skilyrði til endurgreiðslu verði þrengd

Í gær, 19:13 Áformað er að þrengja þau skilyrði sem uppfylla þarf til að fá endurgreiðslu kostnaðar vegna kvikmyndaframleiðslu hér á landi, að því er fram kemur á vef samráðsgáttar stjórnvalda. Þannig stendur til að leggja aukna áherslu á að laða erlenda aðila til framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis hér á landi. Meira »

Vatnsleki á stúdentagörðum

Í gær, 18:48 Tveir dælubílar frá slökkviliði voru kallaðir út að stúdentagörðum á Eggertsgötu 24 á fimmta tímanum í dag. Vatnslögn á fimmtu hæð hússins hafði farið í sundur og vatn lekið alveg niður á jarðhæð. Garðarnir sem um ræðir eru þeir sömu og kviknaði í fyrir viku. Meira »

Grunaðir um smygl á metamfetamíni

Í gær, 18:44 Þrír karlmenn eru í gæsluvarðhaldi en þeir eru grunaðir um að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af metamfetamíni til landsins frá Kanada. Mennirnir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli 28. júní. Meira »

Kynnti innleiðingu heimsmarkmiða

Í gær, 18:16 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti stöðu innleiðingar Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í dag. Meira »

Ekki bjartsýn á að smitleiðin finnist

Í gær, 17:44 Ábending barst Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að opið hafi verið að kálfastíu með þremur kálfum á laugardeginum 6. júlí sem greindust með E.coli í Efstadal II þrátt fyrir tilmæli Heilbrigðiseftirlitsins um að loka fyrir umgengni að kálfunum á fimmtudeginum 4. júlí. Meira »

Ekkert barn á spítala vegna E. coli

Í gær, 16:15 Enginn greindist með E. coli í dag að því er fram kemur á vef landlæknis. Þar segir að sýni frá níu einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu hafi verið rannsökuð og greindist enginn með sýkinguna. Því er heildarfjöldi barna sem greinst hafa frá því E. coli faraldurinn hófst, enn 19. Meira »

Nýtur ekki almenns trausts innan flokksins

Í gær, 16:08 Birgitta Jónsdóttir var tilnefnd til að sitja í trúnaðarráði Pírata en hlaut ekki nægan stuðning á félagsfundi Pírata í gær. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segir þá sem sitja í trúnaðarráði þurfi að njóta almenns trausts innan flokksins og það sé ekki hægt að segja um Birgittu. Meira »

Met slegið hjá HB Granda

Í gær, 15:40 „Við vorum með alls rúmlega 1.500 tonna afla upp úr sjó í túrnum og þar af voru um 1.400 tonn í rússnesku landhelginni. Við kláruðum kvótann þar og eftir siglinguna heim til Íslands vorum við að veiðum djúpt úti af Vestfjörðum,“ segir Ævar Jóhannsson, skipstjóri á frystitogaranum Örfirisey RE. Meira »

Fleiri EES-tilskipanir í bið en áður

Í gær, 15:36 Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segir að ef til vill hafi aldrei verið mikilvægara en nú að auka möguleika Íslands á að hafa áhrif á lagasetningu á fyrri stigum innan EES. Innleiðingarhallinn er 0,7%. Meira »

Afmynduð hlíð „svolítið alvarlegt mál“

Í gær, 15:15 Fyrir tveimur vikum uppgötvaði vísindamaður hjá Landmælingum Íslands verulegt skrið í fjallshlíð sem gengur út af vestanverðum Mýrdalsjökli. Áhyggjuefni, segir jarðfræðingur. Meira »

Starfshópur skipaður en ekki dýralæknir

Í gær, 14:50 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp um þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum og vaktþjónustu dýralækna. Hópurinn á að skila tillögum í október næstkomandi. Meira »

Tekjur af göngunum undir áætlun

Í gær, 14:03 Það sem af er sumri hafa tekjur af Vaðlaheiðargöngum verið um 35%-40% lægri en áætlanir gera ráð fyrir. Búist var við því að 90% umferðarinnar myndi fara í gegnum göngin en það hlutfall er einungis um 70%, sem þýðir að þrír af hverjum tíu bílum kjósa frekar að fara Víkurskarðið. Meira »
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Sultukrukkur, minibarflöskur...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...