Nokkrar tegundir úrkomu koma til greina

mbl.is/Styrmir Kári

1.003 mb lægð er á Grænlandshafi og er hún á austurleið yfir landið. Vindur mun því blása úr ýmsum áttum og nokkrar úrkomutegundir koma til greina í dag og á morgun, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Suðlæg átt í fyrstu og úrkoma um vestanvert landið, og einnig nyrst á landinu. Rigning eða súld suðvestan til en snjókoma á Vestfjörðum og nyrst og hlýnar þar smám saman með deginum og skiptir því yfir í slyddu eða rigningu. 

Vestlægari vindur í kvöld og skúrir vestanlands en slydda eða rigning austan til. 
Snýst svo í norðlæga átt í nótt og kólnar í veðri með éljum eða snjókomu, en drag myndast og vindur verður vestlægari sunnan til með slyddu eða rigningu. Ætli það sé ekki jafn lýsandi að taka þetta saman og segja bara rigning eða snjókoma með köflum,“ segir í hugleiðingum á vef Veðurstofu Íslands.

Veðrið næstu daga

Suðaustan 8-15 og rigning eða slydda með köflum. Hægari vindur og úrkomulítið norðaustanlands þar til síðdegis. Suðvestlægari og skúrir seint í kvöld, en léttir til um austanvert landið. 
Norðaustan 10-18 og snjókoma með köflum um norðanvert landið á morgun en hægari vestlæg átt sunnan til og slydda eða rigning. Hiti 2 til 7 stig en í kringum frostmark norðaustan til. Kólnar á morgun.

Á laugardag:
Norðaustan 8-15 og snjókoma um norðanvert landið en hægari vestlæg átt sunnan til og slydda eða rigning. Kólnandi, frost 2 til 7 stig um kvöldið en frostlaust syðst. 

Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt, en norðan 10-15 m/s og él norðaustanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. 

Á mánudag:
Gengur í hvassa suðaustanátt með snjókomu á köflum um land allt, en slydda eða rigning sunnalands um kvöldið. Frost 0 til 6 stig, en 0 til 4 stiga hiti við suðurströndina. 

Á þriðjudag:
Norðlæg átt og él um norðanvert landið en austlægari og víða snjókoma sunnan til. Kalt í veðri. 

Á miðvikudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og stöku él norðaustanlands, en bjartviðri syðra. Herðir á frosti. 

Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og snjókomu og síðar rigningu sunnan- og vestan til en þurrt annars staðar. Hlýnar í veðri.

Færð og aðstæður

Vesturland: Hálka er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku, snjóþekja er á Laxárdalsheiði.

Vestfirðir: Snjóþekja og hálka og víða er éljagangur eða snjókoma.

Norðurland: Snjóþekja er á láglendi en hálka er á Vatnsskarði, Inn-Blönduhlíð og Öxnadalsheiði.

Norðausturland: Hálkublettir eru á Norðausturvegi (85) og inn til landsins.

Austurland: Hálka er á Fjarðarheiði en hálkublettir á Fagradal aðrar leiðir eru greiðfærar.

Suðausturland: Hálkublettir eru við Freysnes og í Eldhrauni.

mbl.is

Innlent »

Bergþór ætlar að halda áfram á þingi

07:21 Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins, hyggst taka sæti að nýju á Alþingi. Hann og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, tóku sér leyfi frá þingmennsku í lok nóvember í kjölfar þess að upptökur af samtali þeirra og fjögurra annarra þingmanna frá barnum Klaustri voru afhendar fjölmiðlum. Meira »

Réttindalaus með stera í bílnum

06:21 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í nótt. Ökumaður sem var stöðvaður í Breiðholti reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði hann verið sviptur ökuréttindum, auk þess sem bifreiðin sem hann ók á var á röngum skráningarmerkjum. Einnig fundust fíkniefni í bifreiðinni. Meira »

Xanadu-söngleikurinn á svið

06:00 Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Meira »

Enginn lax slapp úr sjókví Arnarlax

05:30 „Það er búið að vitja allra netanna og það hefur enginn fiskur fundist. Það eru góðar fréttir,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, en í gær var vitjað neta sem lögð voru til að kanna hvort lax hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. Fiskistofa stýrði aðgerðum í gær. Meira »

Vill fjölga þrepum í tekjuskatti

05:30 Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær tillögur um breytingar á skattkerfinu sem efnahags-, skatta- og atvinnumálanefnd sambandsins hefur unnið. Þar er m.a. lagt til að tekin verði upp fjögur skattþrep, þar sem fjórða skattþrepið verði hátekjuþrep, og að skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Meira »

„Miður mín yfir mörgu sem ég sagði“

05:30 „Ég hef talað við áfengisráðgjafa og leitað aðstoðar sálfræðings og ég hef átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem lengi hafa þekkt mig.“ Meira »

Enginn fjöldaflótti úr VR

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vísar því á bug að margir félagsmenn VR hafi undanfarið gengið í önnur stéttarfélög vegna óánægju með málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Meira »

Borgin semji um Keldnalandið

05:30 Sjálfstæðismenn munu bera upp tillögu í borgarráði í dag um að Reykjavíkurborg semji við ríkið um Keldnalandið og hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins. Meira »

Rústir 22ja bæja eru í dalnum

05:30 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals, jafnhliða því sem óskað hefur verið eftir að Gjáin og fleiri náttúruminjar í dalnum verði friðlýstar. Meira »

Reisa timburhús við Kirkjusand

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands. Meðal annars er íbúðum fjölgað á reitum G, H og I úr 100 í 125. Meira »

Snjóhengja féll af húsi á konu

Í gær, 23:47 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um snjóhengju sem féll af húsi í Faxafeni á konu sem átti leið um.  Meira »

Áströlsku hjónin stefna Mountaineers

Í gær, 22:55 Áströlsk hjón sem týndust í sjö tíma í vélsleðaferð við Langjökul fyrir tveimur árum hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Þau krefjast miskabóta og segja atvikið hafa haft mikil sálræn áhrif á þau. Meira »

Reikningur barns tæmdur vegna mistaka

Í gær, 22:47 Solveig Rut Sigurðardóttir rak upp stór augu eftir að 18 ára drengur setti sig í samband við hana í gærkvöldi og upplýsti hana um að dóttir hennar hefði millifært á reikning hans rúmlega 100 þúsund krónur. Hann þóttist vita að mistök hefðu verið gerð. Meira »

Enginn samningur og ekkert samráð

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hefur áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »

Lögreglan varar við grýlukertum

Í gær, 21:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau er víða að finna þessa dagana. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkur hætta geti stafað af grýlukertum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát, ekki síst á miðborgarsvæðinu. Meira »

Sleginn ítrekað í andlitið

Í gær, 21:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að öðrum manni í Mosfellsbæ og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Meira »

Óvíst með lögmæti upplýsingagjafar

Í gær, 20:39 Félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að afhenda Alþingi upplýsingar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs árin 2008 til 2017 vegna lagalegrar óvissu um heimild til opinberrar birtingar slíkra persónuupplýsinga. Meira »

Favourite fer í almenna sýningu

Í gær, 20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

Í gær, 19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greiningar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
Ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur
Ljosmyndari.is býður upp á fjölmörg námskeið á árinu 2019. 2ja daga ljósmyndanám...