Sjávarútvegur gæti gert enn betur

Birna hefur meðal annars áhyggjur af notkun vetnisflúorskolefnis í kælikerfum ...
Birna hefur meðal annars áhyggjur af notkun vetnisflúorskolefnis í kælikerfum skipa og í fiskeldi. Aðrar lausnir eru í boði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Undanfarna tvo áratugi hefur gengið vel að minnka losun gróðurhúsalofttegunda í sjávarútvegi. Að sögn Birnu Sigrúnar Hallsdóttur þarf samt að gera enn betur og ætti greinin að láta sig málið miklu varða.

Birna er umhverfisverkfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Environice og hélt hún erindi um kolefnisspor sjávarútvegsins á ársfundi SFS fyrr í mánuðinum. Hún bendir á að þegar einstakar atvinnugreinar eru skoðaðar skeri sjávarútvegurinn sig úr fyrir það að hafa dregið talsvert úr losun. „Fyrr í mánuðinum voru birtar nýjar tölur sem sýna að heildarlosun Íslands hefur aukist um 32% frá árinu 1990, á sama tíma hafa sjávarútvegsfyrirtæki minnkað losun gróðurhúsalofttegunda um 21%.“

Útreikningar á losun sjávarútvegsins gefa mismunandi niðurstöður eftir því hvaða þættir eru teknir með í reikninginn. Þannig segir Birna að oft sé talað um að heildarlosun íslensks sjávarútvegs hafi minnkað um u.þ.b. 40% undanfarna þrjá áratugi. „Þá er verið að undanskilja þætti á borð við notkun kælimiðla á sjó og í landi, en í dag eru vetnisflúorkolefni notuð í talsverðum mæli í kælikerfum skipa og fiskeldisfyrirtækja skv. tölum frá Umhverfisstofnun. Vetnisflúorkolefni eru mjög virkar gróðurhúsalofttegundir og hlýnunarmáttur þeirra margfaldur á við koldíoxíð.“

Rafvæðing og sparneytni

Að sögn Birnu skýrist árangur sjávarútvegsins af fjölda jákvæðra breytinga. „Af stærstu áhrifavöldunum má nefna rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja, sparneytnari skip og hagræðingu í greininni,“ segir hún og bætir við að minnkandi losun hafi haldist í hendur við lækkandi rekstrarkostnað útgerða enda hafi þær getað dregið úr kaupum á olíu.

En hvaða breytingar á veiðum, vinnslu og flutningum ætti að ráðast í til að gera enn betur? Birna segir m.a. hægt að líta til aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum frá síðasta hausti þar sem m.a. er kveðið á um að ryðja úr vegi síðustu hindrununum í rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja, og að skipta yfir í kælimiðla sem ekki valda gróðurhúsaáhrifum. „Ástæðan fyrir því að ekki er búið að rafvæða alla fiskimjölsframleiðslu er að það hefur reynst tæknilega erfitt að skaffa nægilega raforku á nokkrum stöðum,“ útskýrir hún. „Hvað kælimiðlana snertir þá eru aðilar í kæliiðnaði að mestu búnir að leysa úr tæknilegum áskorunum sem felast m.a. í því að þeir kælimiðlar sem koma í stað HFC-kælimiðla geti verið eitraðir og/eða eldfimir og eins getur pláss um borð í skipum verið takmarkandi þáttur.“

Birna Sigrún Hallsdóttir
Birna Sigrún Hallsdóttir

Í framtíðinni mætti draga úr olíunotkun með því að knýja fiskveiðiskip að hluta eða öllu leyti með rafmagni, metanóli eða vetni en Birna segir þróunina þar komna frekar skammt á veg. „Engu að síður er mögulegt að draga úr losun með því að stefna að rafvæðingu hafna, auka íblöndun eldsneytis úr endurnýjanlegu hráefni og hækka kolefnisgjald til að hvetja til enn betri orkunýtingar, rétt eins og kveðið er á um í aðgerðaáætlun stjórnvalda. Eins munu ný og betri skip halda áfram að skila bættri orkunýtingu.“

Breytingar sem borga sig

Sumir gætu spurt hvort ekki hafi náðst nægur árangur, og hvort ekki sé varasamt fyrir sjávarútveginn að ráðast í kostnaðarsama fjárfestingu til að minnka kolefnisspor greinarinnar enn frekar. Birna segir að margar aðgerðir af þessu tagi borgi sig til langframa og líklegt að stjórnvöld muni í auknum mæli beita hagrænum hvötum til að stýra þróun í þessa átt. Þá sé ávinningurinn meiri því fyrr sem gripið er til aðgerða, og ljóst að neytendur gera æ ríkari kröfu um að þau matvæli sem þeir kaupa séu framleidd með sem minnstum neikvæðum umhverfisáhrifum. „Það er brýnt að ráðast strax í aðgerðir til að minnka losun því sumar breytingar munu taka langan tíma.“

Birna bendir á að skoða þurfi kolefnisspor sjávarútvegsins enn betur og þannig sé t.d. eftir að kortleggja og mæla áhrif af flutningum og vali á umbúðum. „Með betri yfirsýn yfir alla virðis- og aðfangakeðjuna geta fyrirtæki farið að leita leiða til að minnka sporið, s.s. með því að skipta um umbúðir eða gera auknar kröfur til flutningsaðila um að lágmarka losun.“

Segir Birna að eftir því sem kolefnisspor íslensks sjávarfangs minnki skapist betri tækifæri til að markaðssetja vöruna sem umhverfisvæn og heilnæm matvæli. En alveg óháð því þurfi sjávarútvegurinn að setja umhverfis- og loftslagsmál á oddinn: „Engin önnur atvinnugrein á Íslandi á meira undir því að koltvísýringslosun fari ekki úr böndunum enda hafa loftslagsbreytingar mikil áhrif á höfin sem bæði súrna og hlýna með tilheyrandi áhrifum á fiskstofna og lífríki sjávar.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Stefnt fyrir 42 milljóna fjársvik

09:07 Karl­manni, sem dæmd­ur var í 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa fengið 87 ára gaml­an Alzheimer-sjúk­ling til að milli­færa á hann 42 millj­ón­ir, hefur verið stefnt af erfingjum mannsins. Hinn dæmdi er talinn hafa flutt lögheimili sitt til Þýskaland og hefur ekki fundist þrátt fyrir eftirgrennslan. Meira »

Eina úrlausnin að leita til dómstóla

08:53 Íslenska ríkið hefur slitið samningaviðræðum í sáttaumleitunum milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins hinna sýknuðu, segir að engin önnur úrlausn sé í málinu en að leita til dómstóla. Meira »

Átt þú von á bréfi?

08:37 Á næstu dögum eiga 250 börn um land allt von á bréfi frá umboðsmanni barna. Bréfið inniheldur boð á Barnaþing sem haldið verður í Hörpu í Reykjavík 21. og 22. nóvember. Meira »

Óvissa um æðarvarp í ár

08:18 „Við höfum ekki séð svipað ástand síðan á hafísárunum 1968. Einungis 15% af stofninum eru komin á varpstöðvarnar og virðist æðarstofninn hruninn á Norðausturlandi,“ segir Atli Vigfússon, bóndi í Laxamýri í Norðurþingi sem vonast til þess að ástæðan sé að æðarfuglinn sé seinna á ferðinni. Meira »

Kjararáð braut líklega lög

07:57 „Þrennt virðist hafa farið úrskeiðis þegar kjararáð kvað upp úrskurð sinn um afturvirka launahækkun til handa forstjórum ríkisstofnana 21. desember 2011,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur um svar fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins sem sagt var frá hér í blaðinu 25. maí. Meira »

Viðmið ölvunar verði óbreytt

07:37 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis leggur til að fallið verði frá áformum um að lækka leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns og gera það refsivert ef magn vínanda í blóði mælist meira en 0,2 prómill. Meira »

Guðjón hafnaði bótatilboði

07:05 Sáttaumleitanir milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra eru að sigla í strand eftir að Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar stjórnvalda. Meira »

Slydda fyrir norðan

06:59 Ákveðnar norðlægar áttir og svalt í veðri næstu daga, einkum þó fyrir norðan. Skúrir eða dálítil slydduél á Norður- og Austurlandi, annars yfirleitt bjart en stöku síðdegisskúrir. Lægir á uppstigningardag, rofar til og hlýnar heldur. Meira »

Minnihlutinn leggst gegn tafagjöldum

05:30 Fulltrúar minnihlutans í Reykjavíkurborg lýsa sig andvíga hugmyndum meirihlutans um tafa- og mengunargjöld af umferð.   Meira »

Opna þrem vikum fyrr en vanalega

05:30 Fyrstu hálendisvegir hafa verið opnaðir fyrir almenna umferð. Er það óvenju snemma.  Meira »

Reiknað með viðræðum í sumar

05:30 Mikil fundahöld hafa verið að undanförnu í húsnæði Ríkissáttasemjara, bæði í kjaradeilum sem vísað hefur verið til sáttameðferðar og í deilum sem ekki eru komnar á það stig. Meira »

Grunsamleg veðmál í fótboltanum

05:30 Veðmálastarfsemi í kringum fótbolta færist í vöxt. Æ fleiri veðja á fótboltaleiki í íslensku deildunum og eftirspurnin er slík að veðmálin ná niður í lítt sótta leiki í öðrum flokki. Meira »

Ekki horft til 4. orkupakka

05:30 Ekki liggur fyrir „fullnægjandi sviðsmynd“ um það hvernig fari, verði þriðji orkupakkinn samþykktur og sæstrengur lagður í framtíðinni. Þetta segja þingmenn Miðflokksins sem hafa andmælt innleiðingu þriðja orkupakkans undanfarna daga og nætur á Alþingi. Meira »

Dúxinn með 9,83 í MH

Í gær, 21:37 126 nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á laugardaginn. Flestir þeirra útskrifuðust af opinni braut, 43 talsins. Átta náðu ágætiseinkunn, það er meðaleinkunn yfir 9. Meira »

Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

Í gær, 19:27 Danskt flutningaskip stórskemmdi bryggjuna við Kleppsbakka í morgun þegar það sigldi á hana og skemmdi. Tjónið hleypur á tugum milljóna. Orsakir slyssins liggja ekki fyrir. Meira »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

Í gær, 18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

Í gær, 18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

Í gær, 17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

Í gær, 17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »
Nudd Nudd Nudd
Nudd Nudd Nudd. Relaxing massage downtown Akureyri. S. 7660348, Alina...
Húsnæði óskast í sumar í Hafnarfirði.
Húsnæði óskast frá 15/06-15/09, í 221 Hafnarfjarði, 3-4 svefnherbergi. Helst með...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 400.00
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Húsnæði óskast í sumar í Hafnarfirði.
Húsnæði óskast frá 15/06-15/09, í 221 Hafnarfjarði, 3-4 svefnherbergi. Helst með...