Beittu piparúða gegn lögreglu

Lögreglan naut aðstoðar leitarhunds við aðgerðina.
Lögreglan naut aðstoðar leitarhunds við aðgerðina. mbl.is/Hari

Tveir eru í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að piparúða var beitt gegn lögreglumönnum er þeir framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið.

Talsvert magn ætlaðra fíkniefna fannst við leitina, en lögreglan naut aðstoðar leitarhunds við aðgerðina.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 sem er gjaldfrjálst símanúmer þar sem unnt er að koma á framfæri ábendingum um fíkniefnamál.

mbl.is