Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

Um 9 km vegkafli á Hellisheiði verður malbikaður.
Um 9 km vegkafli á Hellisheiði verður malbikaður. Ljósmynd/Aðsend

Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Lokunin stendur yfir til 22 í kvöld, en reiknað er með að fram­kvæmd­ir muni einnig standa yfir á morgun, föstu­dag. 

Mal­bikað verður frá Kamba­brún og niður Hvera­dala­brekku um 9 kíló­metra lang­an veg­kafla. 

Viðeig­andi merk­ing­ar og hjá­leiðir hafa verið sett­ar upp og eru veg­far­end­ur beðnir um að virða merk­ing­ar og hraðatak­mark­an­ir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Veg­far­end­ur geta einnig fylgst með á vef Vega­gerðar­inn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert