Ostabúðinni á Skólavörðustíg lokað

Jóhann Jónsson eigandi Ostabúðarinnar.
Jóhann Jónsson eigandi Ostabúðarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ostabúðinni á Skólavörðustíg hefur verið lokað fyrir fullt og allt, en greint var frá þessum á vef Veitingageirans eftir hádegi í dag.

Í samtali við Veitingageirann segir Jóhann Jónsson eigandi Ostabúðarinnar að nóg hafi verið að gera, en rekstrarumhverfið verið „alveg galið“. Kostnaður hafi verið orðinn of mikill og forsendur til þess að halda lágu vöruverði hefðu verið brostnar.

Fimmtán manns störfuðu hjá Ostabúðinni og var þeim tilkynnt um lokun staðarins í morgun, samkvæmt frétt Veitingageirans.

Ostabúðin hefur selt framandi osta og ýmislegt annað, en einnig …
Ostabúðin hefur selt framandi osta og ýmislegt annað, en einnig boðið upp á mat í hádeginu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert