Sköttum af höfundargreiðslum breytt

Frá fundi Alþingis í gær.
Frá fundi Alþingis í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Síðasta verk alþingismanna í gær var að samþykkja breytingar á skattalögum sem hafa það í för með sér að greiðslur til einstaklinga sem rétthafa höfundaréttinda skuli teljast til fjármagnstekna.

Jakob Frímann Magnússon, formaður Samtóns, samtaka tónlistarrétthafa, fagnar samþykkt  laganna í Morgunblaðinu í dag og segir þau löngu tímabær, réttlát og sanngjörn. Íslendingar hefðu með þessu orðið fyrsta þjóðin í heiminum sem setti slík lög og þau væru ávísun á að hægt yrði að fá alþjóðlega hugverkamenn til að staðsetja sig á Íslandi.

Fram kom í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um málið að með frumvarpinu væri ekki ætlunin að hrófla við þeirri meginreglu að greiðslur vegna sölu á verkum sem jafna mætti við hverja aðra vörusölu, svo sem sölu á útgáfurétti, bókum, tónlist, myndverkum, aðgöngumiðum á listviðburði og öðru slíku, teldust til almennra tekna viðkomandi.

Aftur á móti féllu óbeinar tekjur af nýtingu á verki undir gildissvið þess, svo sem við á um tekjur vegna flutnings verks í útvarpi eða tónverks í leiksýningu, tekjur vegna notkunar listaverks á tækifæriskort, tekjur vegna upplestrar úr útgefnu bókmenntaverki o.s.frv.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert