Skilar styrk til tækifæra

Grindavík. Vísir og Þorbjörn eru bæði gamalgróin fyrirtæki.
Grindavík. Vísir og Þorbjörn eru bæði gamalgróin fyrirtæki. mbl.is/Sigurður Bogi

Sameining Vísis hf. og Þorbjarnar hf. í Grindavík sem nú er unnið að mun skila auknum styrk til nýrra tækifæra og fjárfestinga og sömuleiðis verði nýtt fyrirtæki í betri stöðu til að mæta kröfum viðskiptavina sinna um öryggi afhendingar á afurðum þess á erlenda markaði. Þetta segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf.

Samanlagt ráða sjávarútvegsfyrirtækin tvö yfir 9,77% fiskveiða í aflamarkskerfinu miðað við stöðuna á því fiskveiðiári sem hófst 1. september. Til samanburðar má nefna að Brim, sem í dag hefur mestar fiskveiðiheimildir íslenskra fyrirtækja, er með 9,43% af pottinum.

Bæði Vísir og Þorbjörn eru gamalgróin fyrirtæki í fjölskyldueign sem veita um 600 manns vinnu.

„Nei, það er ekki hægt að segja að annar hvor aðilinn hafi átt frumkvæði að sameiningarviðræðum. Þetta er hugmynd sem spratt af samtali fólks og svo hefur þetta mál þróast stig af stigi. Ég tel allar líkur á að dæmið gangi upp,“ segir Gunnar Tómasson hjá Þorbirni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert