Greiddu 10 milljarða í kolefnisgjald

Loðnuskip að veiðum við Þorlákshöfn
Loðnuskip að veiðum við Þorlákshöfn mbl.is/Golli

„Þegar 10% hækkun á kolefnisgjaldi tekur gildi 1. janúar 2020 hefur gjaldið fjórfaldast frá árinu 2010, þegar það var fyrst lagt á.“

Þetta segir í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), við frumvarp sem átta þingmenn úr fimm flokkum hafa lagt fram á Alþingi um frádrátt frá tekjum í atvinnurekstri vegna kolefnisjöfnunar. Samtökin taka fram að þessi hækkun á kolefnisgjaldinu sé úr öllu hófi og að hún sé nífalt meiri en sem nemur hækkun verðlags á sama tímabili.

Í umsögn SFS segir að frumvarpið virðist byggjast á þeirri hugsun að vænlegt sé að auka vitund og ábyrgð fyrirtækja á forsvaranlegri hegðun og breytni og því beri að fagna.

„En til þess að ná að virkja nauðsynlega hvata verða forsvarsmenn fyrirtækja að sjá sér hag í að leggja sig fram í þessu sameiginlega verkefni,“ segir þar. Fram kemur að frá því að kolefnisgjaldið var fyrst lagt á eldsneyti hafa sjávarútvegsfyrirtæki greitt ríflega 10 milljarða króna í kolefnisgjald.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert