Bárðarbunga minnir á sig

Græna stjarnan sýnir hvar stærstu skjálftarnir mældust.
Græna stjarnan sýnir hvar stærstu skjálftarnir mældust. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærð 3,8 varð í norðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni kl. 22:22 í kvöld. Mínútu áður mældist skjálfti á svipuðum slóðum af stærð 3,0.

Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,3 að stærð kl. 22:33.

Engin merki eru um gosóróa að sögn Veðurstofu Íslands.

mbl.is