Tveir einstaklingar handteknir í Norðlingaholti

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. mbl.is/​Hari

Tveir einstaklingar voru handteknir í aðgerðum lögreglu í heimahúsi í Norðlingaholti í dag. RÚV greinir frá þessu. Var lögreglan kölluð á vettvang til þess að aðstoða barnaverndaryfirvöld. 

Sérsveit ríkislögreglustjóra var einnig kölluð út vegna þess að áður hafði verið tilkynnt um ólöglegt skotvopn á heimilinu. 

Samkvæmt heimildum RÚV tók aðgerðin nokkrar klukkustundir en að sögn lögreglu var fólkið flutt í fangaklefa. 

Lögreglan gat ekki tjáð sig um málið þegar mbl.is óskaði eftir svörum. 

mbl.is