Andlát: Svanhildur Erla J. Levy

Svanhildur Erla J. Levy, fyrrverandi kaupmaður og húsmóðir, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík aðfaranótt gamlársdags, 82 ára að aldri.

Erla var fædd í Hrísakoti á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu 4. september árið 1937, dóttir hjónanna Jóhannesar Helga Eggertssonar Levy oddvita og Marsibilar Sigurrósar Jennýjar Jóhannesdóttur Levy, sem voru bændur í Hrísakoti allan sinn starfsaldur.

Eftirlifandi eiginmaður Erlu er Gunnlaugur Guðmundsson, fæddur í Vesturhópshólum í Vesturhópi í sömu sveit 8. febrúar 1931, fyrrverandi kaupmaður í Reykjavík. Þau voru gefin saman 8. desember árið 1956. Þau eignuðust fimm börn og lifa fjögur þeirra móður sína. Garðar, fæddur 11. desember 1956, drengur fæddur 29. desember 1957, dáinn 31. desember 1957, Gunnlaugur Sævar, fæddur 29. desember 1958, Hildur, fædd 25. júní 1965, og Áslaug, fædd 23. október 1973.

Erla og Gunnlaugur ráku um áratugaskeið mat- og nýlenduvöruverslunina Gunnlaugsbúð, sem lengst af starfaði á Freyjugötu 15 á horni Baldursgötu en síðar í verslunarmiðstöðinni við Hverafold 1 til 5 í Grafarvogi, en þau reistu það hús og áttu að stærstum hluta um árabil. Þá ráku þau söluturninn Foldaskálann í Hverafold og Sportbúð Grafarvogs.

Erla var virk í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sat um árabil í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Smáíbúða- og Fossvogshverfi. Þá tók hún virkan þátt í starfi Kvenfélags Bústaðasóknar og sat í stjórn þess um árabil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert