Andlát: Gylfi Þórhallsson

Gylfi Þórhallsson var einn mikilvirkasti skáksmeistari landsins.
Gylfi Þórhallsson var einn mikilvirkasti skáksmeistari landsins.

Gylfi Þórhallsson skákmeistari lést að morgni sunnudagsins 29. mars, eftir erfið veikindi.

Gylfi var um áratuga skeið einn virkasti skákmeistari landsins var jafnframt forystumaður í félagsmálum skákhreyfingarinnar, einkum á Akureyri þar sem hann var lengst búsettur.

Gylfi varð skákmeistari Akureyrar alls 13 sinnum, skákmeistari Skákfélags Akureyrar níu sinnum og átta sinnum skákmeistari Norðlendinga. Þá var hann formaður Skákfélags Akureyrar í 14 ár og sat í stjórn þess í nærfellt þrjá áratugi. Gylfi var kjörinn heiðursfélagi Skáksambands Íslands árið 2011 og heiðursfélagi Skákfélags Akureyrar 2014.


Gylfi var fæddur 23. maí 1954. Hans verður sárt saknað af fjölmörgum skákvinum um allt land.

mbl.is