Í efsta sæti metsölulistans í Þýskalandi

Bækur Ragnars hafa verið þýddar á um 30 tungumál.
Bækur Ragnars hafa verið þýddar á um 30 tungumál. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bók Ragnars Jónassonar, Mistur, er á toppi metsölulista Der Spiegel þessa vikuna sem mest selda kiljan í Þýskalandi. Fyrr í sumar hafa bækur hans Dimma og Drungi verið í 2. og 3. sæti á listanum.

Enginn íslenskur höfundur mun áður hafa verið í efsta sæti metsölulistans, en listi Spiegel mælir sölu á yfir 4.200 útsölustöðum víðs vegar í Þýskalandi.

„Það er algerlega óraunverulegt að sjá íslenska bók á toppnum á metsölulista í 80 milljón manna þjóðfélagi. Ég bjóst ekki við að það væri hægt og bæði ég og útgefendur mínir erum í smááfalli,“ segir Ragnar í Morgunblaðinu í dag.

Bækur Ragnars hafa verið þýddar á um 30 tungumál og samið um rétt á útgáfu þeirra í um 40 löndum. Frakkland hefur til þessa verið stærsti markaðurinn fyrir bækur Ragnars, en miðað við velgengnina í Þýskalandi í sumar gæti sá markaður fljótlega siglt fram úr Frakklandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »