Meira af síld, minna af makríl og kolmunna

Að síldveiðum út af höfnunum í Keflavík og Njarðvík .
Að síldveiðum út af höfnunum í Keflavík og Njarðvík .

Samkvæmt ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) verður heimilt að veiða meira af norsk-íslenskri síld á næsta ári en samkvæmt ráðgjöf þessa árs.

Hins vegar hljóðar ráðgjöfin upp á samdrátt í veiðum á makríl og kolmunna miðað við ráðgjöf þessa árs.

Ekki er í gildi heildarsamkomulag um stjórnun veiða úr þessum stofnum og hver þjóð hefur sett sér aflamark. Veiðar úr stofnunum hafa verið umfram ráðgjöf síðustu ár.

Síðustu ár hafa vonir verið bundnar við árgang norsk-íslensku síldarinnar frá 2016. Hann hefur staðist væntingar og jafnvel rúmlega það og er gert ráð fyrir að hann komi af þunga inn í veiðina á næsta ári.

ICES leggur til að síldaraflinn 2021 verði ekki meiri en 651 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 526 þúsund tonn og er því um að ræða 24% hækkun í tillögum ráðsins um afla á norsk íslenskri síld á næsta ári, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert