Matsmenn meta tjón í makríl

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson vill ræða við ráðherra.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson vill ræða við ráðherra. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Matsmenn hafa verið dómkvaddir til að leggja mat á fjárhagslegt tjón Vinnslustöðvarinnar og Hugins í Vestmannaeyjum vegna úthlutunar makrílkvóta.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að tjón fyrirtækjanna hafi verið metið af þeirra hálfu og skaðabótakrafa byggð á því mati. Dómkvaddir matsmenn fari nú yfir málið og það ferli geti tekið einhvern tíma.

Hæstiréttur felldi tvo dóma í desember 2018 um að ekki hefði verið byggt á aflareynslu við útgáfu kvóta á grundvelli reglugerða 2011 til 2014 eins og skylt hefði verið og sama fyrirkomulag hefði verið viðhaft fram til 2018. Ríkið væri skaðabótaskylt í málinu þar sem ranglega hefði verið staðið að úthlutun makrílkvótans og minna komið í hlut fyrirtækjanna en þeim hefði borið samkvæmt lögum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert