Hótel Saga verði elliheimili

Bændahöllin, hótel Saga.
Bændahöllin, hótel Saga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helgi Vilhjálmsson, eigandi sælgætisgerðarinnar Góu, sem hefur látið sig málefni eldri borgara miklu varða, segir að nú þegar búið sé að loka Hótel Sögu sé upplagt að opna þar elliheimili.

„Sem gamall vesturbæingur, sem ólst upp í hverfinu á þeim tíma sem verið var að byggja Hótel Sögu og lék sér í stóra drullupollinum í grunninum, finnst mér upplagt að breyta hótelinu í elliheimili, nú þegar búið er að skella í lás. Við erum með matstaðinn kláran niðri. Svo getum við haft dansiball tvisvar í viku í Súlnasal til að létta lundina hjá eldri borgurum,“ segir Helgi í Morgunblaðinu í dag.

Helgi bendir á að tæknin sé orðin það góð að hægt sé að varpa alls konar tónlistarfólki upp á tjald í gegnum símann og spila tónlistina. Nefnir Helgi þar listamenn bæði lífs og liðna, menn eins og Ragga Bjarna, Svavar Gests, Elvis Presley, Fats Domino og Ómar Ragnarsson. „Við tökum fyrst góða sveiflu með Svavari Gests og Ómari Ragnarssyni. Svo væri tilvalið að enda kvöldið á góðum vangadansi þar sem Raggi Bjarna myndi syngja Góða nótt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert