Sækja fram í Bretlandi

Bjarni Ármannsson.
Bjarni Ármannsson.

Iceland Seafood International hefur sameinað tvær vinnslur í Bretlandi og er sú nýja með þeim stærri þar í landi.

Bjarni Ármannsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að ein þeirra leiða sem fyrirtækið hyggst grípa til í þeim tilgangi að takast á við brexit, sem gengur í garð um áramótin, sé að tryggja að hafa sem mest af vinnslunni eins nálægt markaðnum og hægt er.

„Við ákváðum að taka þessar tvær vinnslur sem við erum með í Bradford og Grimsby og fjárfesta í einni stórri vinnslu. Þetta verður með stærri vinnslum í Bretlandi og okkar markmið er að ná hundrað milljón punda veltu í þeirri vinnslu á næsta ári,“ segir Bjarni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert