Ósáttur við Vöku og flytur vinnustofuna

Tolli er ósáttur.
Tolli er ósáttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hér hefur runnið mengunin úr bílhræjum frá fyrsta degi. Þetta liggur í jarðveginum, stundum er hún ósýnileg en hún er samt skaðleg,“ segir listamaðurinn Tolli Morthens um starfsemi Vöku í Laugarnesi.

Tolli hefur um árabil verið með vinnustofu við Héðinsgötu en hefur nú gefist upp á samneytinu við Vöku og er á förum.

Tolli segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi ekkert á móti starfsemi Vöku sem slíkri og hann hafi átt ágæt samskipti við starfsmenn fyrirtækisins. Hins vegar eigi förgun á bílum og fleira í þeim dúr ekki heima á þessum stað.

„Þetta fyrirtæki er ekki einu sinni með starfsleyfi,“ segir Tolli í samtali í Morgunblaðinu í dag og kveðst ósáttur við aðgerðaleysi yfirvalda.

Morgunblaðið hefur greint frá óánægju íbúa með starfsemi Vöku að undanförnu. Fyrirtækið var flutt að Héðinsgötu í byrjun árs og hafa íbúar kvartað undan hávaða og mengun um margra mánaða skeið. Hafa athugasemdir verið gerðar við að fyrirtækið hafi starfað án starfsleyfis á staðnum. Þá hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur krafist þess að Vaka bæti ásýnd og umgengni á lóð fyrirtækisins og haldi starfseminni innan lóðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert