Nótin um borð og gert klárt fyrir loðnuvertíðina

Loðnunótin tekin um borð í Víking.
Loðnunótin tekin um borð í Víking. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjú íslensk fyrirtæki hafa síðustu daga keypt loðnu af norskum skipum. Loðnu hefur í framhaldinu verið landað og unnin hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, Eskju á Eskifirði og Loðnuvinnslunni a Fáskrúðsfirði, alls tæplega 2.200 tonnum.

Ekki liggur fyrir hvenær íslensku skipin halda til veiða, en hugsanlega verður það ekki fyrr en um eða eftir helgi. Fer það m.a. eftir hrognafyllingu, veðri og öðrum aðstæðum. Loðna var ekki veidd við landið í fyrra og hitteðfyrra, en í ár mega íslensk skip veiða samtals tæplega 70 þúsund tonn.

Um 20 norsk skip voru í gær að veiðum úti af Austfjörðum. Metverð var greitt fyrir loðnuna á uppboðsmarkaði Norges Sildesalgslag fyrstu daga vertíðar. Verðið lækkaði aðeins um helgina og voru gjarnan greiddar um 180-190 krónur fyrir kílóið. Í gær hækkaði verðið á ný og norskt fyrirtæki borgaði um 227 krónur fyrir kílóið í einum farminum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert