Höfða til bólusettra ferðamanna

Blautir og þreyttir ferðamenn gæða sér á pylsum.
Blautir og þreyttir ferðamenn gæða sér á pylsum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þar sem byrjað er að bólusetja af krafti í Evrópu og Bandaríkjunum undirbúa íslensk fyrirtæki og stofnanir sem vinna í ferðaþjónustu nú auglýsingaherferðir sem eiga að höfða til þeirra sem bólusettir eru og huga að ferðalögum.

Liður í þeim undirbúningi eru auglýsingar í miðjum faraldri, en Íslandsstofa hefur haldið merkjum Íslands á lofti síðan veiran breiddist út til Vesturlanda fyrir ári.

„Það sem við hjá Íslandsstofu höfum unnið að undanfarna mánuði eru markaðsaðgerðir sem miða að því að viðhalda áhuga á Íslandi sem áfangastað á meðan fólk hefur ekki getað ferðast,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, í samtali við Morgunblaðið.

„Svo erum við á tánum að fylgjast með mörkuðunum, og þegar aðstæður skapast viljum við geta stigið hratt inn. Þess vegna erum við með markaðsaherferðir tilbúnar sem við getum gripið til með mjög stuttum fyrirvara, þegar ástandið lítur betur út á okkar lykilmörkuðum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »