Sakaði þingið um metnaðarleysi í loftslagsmálum

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andrés Ingi Jóhannsson, þingmaður Pírata, sakaði meirihluta þingsins um metnaðarleysi í loftslagsmálum þegar breytingartillaga hans var felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi.

Breytingartillagan sneri að því að bæta við loftslagslögin ákvæði sem geri þá kröfu að Ísland nái að minnsta kosti 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við losun ársins 1990. 

Andrés taldi tillöguna sína fellda vegna þess að hún fæli í sér metnaðarfyllra markmið en væri séð að yrði krafist af Íslandi í gegnum alþjóðaskuldbindingar.

38 greiddu atkvæði á móti tillögunni en 17 greiddu atkvæði með henni.

Aðrar breytingar á lögum um loftslagsmál voru samþykktar, þar á meðal markmiðsákvæði þess að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í pontu að hann ætlaði sér að greiða atkvæði með markmiðsákvæði loftslagslaganna þar sem hann hafði gert samkomulag um það. Hann benti þó á að það væri ekki góð lagasetning að lögfesta niðurstöðu sem væri háð öðrum þáttum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert